Fótbolti

Birkir hafði betur í íslenskum bakvarðaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Már gekk til liðs við Hammarby frá Brann í Noregi síðasta haust.
Birkir Már gekk til liðs við Hammarby frá Brann í Noregi síðasta haust. vísir/afp
Birkir Már Sævarsson og félagar hans í Hammarby báru sigurorð af AIK í sænsku bikarkeppninni í dag. Lokatölur 1-2, Hammarby í vil.

Annar íslenskur hægri bakvörður, Haukur Heiðar Hauksson, var í byrjunarliði AIK og lék allan leikinn.

Henok Goitom kom AIK yfir á 8. mínútu en Kennedy Bakircioglü janfaði metin með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum seinna. Johan Persson skoraði svo sigurmark Hammarby á 62. mínútu.

Með sigrinum komst Hammarby upp fyrir AIK í toppsæti riðils 3 í bikarkeppninni og tryggði sér um leið sæti í átta-liða úrslitum keppninnar.


Tengdar fréttir

Haukur Heiðar til AIK

Sænska vefsíðan Fotboll Direkt greinir frá nú í kvöld að Haukur Heiðar Hauksson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AIK. Viðræður hafa staðið yfir milli AIK og KR síðustu vikur.

Haukur Heiðar að semja við AIK í Svíþjóð

Sænski fréttamiðillinn FotbollDirekt hefur heimildir fyrir því að sænska úrvalsdeildarfélagið AIK sé mjög nálægt því að semja við íslenska bakvörðinn Hauk Heiðar Hauksson, sem hefur gert það gott hjá KR-liðinu síðustu ár.

Birkir fer frá Brann eftir umspilið

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×