Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:00 Kevin Garnett er aftur orðinn Úlfur. vísir/epa Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira