James Hahn sigraði á Riviera 23. febrúar 2015 00:51 James Hahn á lokahringnum. vísir/Getty Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira