„Þú sparkar eins og stelpa!" Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2015 14:37 Bjarki Már Ólafsson. Mynd/Harpa Frímannsdóttir Bjarki Már Ólafsson, þjálfari yngri flokka í bæði karla og kvennaflokki hjá Gróttu, ritar pistil á bloggsíðu sína með ofangreindri fyrirsögn þar sem hann beinir spjótum sínum að gjörólíku umhverfi fyrir stráka og stelpur í knattspyrnuheiminum. „Ég þjálfa tvo flokka kvennamegin og tvo karlamegin og hef því góðan samanburð. Þaðan hafa þessar skoðanir mótast,“ segir Bjarki Már í samtali við Vísi í dag en við fengum leyfi til að endurbirta pistilinn hér. „Það er augljóst hversu mikill munur er á kynjunum. Strákarnir hafa margar fyrirmyndir - þessar hetjur allar - en þær vantar allar kvennamegin. Allt umverfið er mjög karlægt.“ „Þetta breytist ekki nema að umræðan er komin upp og þess vegna skrifaði ég þennan pistil. Ég tel að fyrsta skrefið sé að breyta fjölmiðlaumfjölluninni. Að hún sé samstíga bæði karla- og kvennamegin. Það þarf að koma kvennaknattspyrnu í sama far og karlaknattspyrnan er í.“ Bjarki Már bendir til dæmis á að tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports bjóði ekki upp á kvennabolta í FIFA-leikjunum sínum. „Það er gott dæmi um hversu mikill munurinn er en margir krakkar fá hetjurnar sínar þaðan,“ segir Bjarki. „KSÍ fór í flotta herferð fyrir nokkrum árum sem miðaði að því að fá fleiri stelpur í fótbolta og fengu landsliðskonur í lið með sér. Það er gott skref og sýnir að KSÍ er að pæla í og vinna í þessu. En þetta þarf að vera róttækara.“ Pistilinn má lesa hér fyrir neðan eða með því að smella hér.„Þú sparkar eins og stelpa!" Ég er svo heppinn að ég starfa við það sem ég elska að gera, að þjálfa fótbolta, allan daginn, alla daga. Það er þroskandi og lærdómsríkt að starfa með krökkum og fylgjast með þeim taka framförum bæði í fótbolta og sem einstaklingar. Þegar ég var að taka ákvörðun um það hvaða flokka ég skyldi þjálfa þá hugsaði ég með mér að ég vildi gjarnan vinna með krökkum sem væru að taka sín fyrstu skref í fótbolta, sem og þeim sem væru að undirbúa sig fyrir sín fyrstu skref í meistaraflokk. Ég sóttist því eftir því að þjálfa 7.flokk karla og að starfa sem aðstoðarþjálfari í 2.flokki karla. Mér fannst mikilvægt að fá að þjálfa tvo gjörólíka aldurshópa til þess að hafa sem mesta fjölbreytni í þessu. Á sama tíma bauðst mér að þjálfa stelpur. Bæði stelpur í 6.flokki (9 og 10 ára) og stelpur í 5. flokki (11 og 12 ára). Þegar þetta tilboð kom upp á borðið hugsaði ég með mér: ,,Stelpur? Nei, það er alltof mikill pakki"... ,,Þær eru ekkert í þessu af neinni alvöru".... ,,Það koma alltof margir drama árekstrar upp" o.s.frv. Þetta eru pælingar sem að ég tel að skjótist upp í hugann á alltof mörgum þegar þeir hugsa um stelpur í boltaíþróttum. Hvers vegna ætli það sé? Staðalímyndir stúlkna í boltaíþróttum eru mótaðar af þessum sömu pælingum og skutust upp í hausinn á mér þegar ég velti þessu tilboði fyrir mér, sem er sorglegt. Í strákaíþróttum eru frasar eins og ,,Þú kastar/sparkar eins og stelpa!" og ,,Ekki vera kelling!" rótgrónir sem orsakar það að stelpum er ekki tekið alvarlega í boltaíþróttum. Eftir miklar vangaveltur og pælingar fram og til baka þá ákvað ég á endanum að taka slaginn. Ég ákvað það að taka að mér þjálfun beggja flokkanna og lofaði mér því að ég skyldi setja nákvæmlega sömu kröfur á stelpurnar og ég myndi setja á stráka á sama aldri. Þetta er ein allra besta ákvörðun sem ég hef tekið, þá helst vegna þess að ég hafði svo innilega rangt fyrir mér. Eftir að hafa þjálfað þessa tvo flokka í 7 mánuði við hliðina á því að þjálfa áður nefnda stráka flokka hef ég komist að því að þessar skoðanir og vangaveltur sem að ég hafði áður en ég tók við starfinu voru svo kolrangar og taktlausar. Af minni reynslu þá fullyrði ég það að það á að setja sömu kröfur á stelpur og stráka í yngri flokkum í þjálfun, og það á að taka kvennaíþróttum jafn alvarlega og karlaíþróttum. Fjölmiðlaumhverfið og umræðan veldur því að markaðsetning á strákafótbolta er margfalt öflugri heldur en kvenna megin. Ég framkvæmdi könnun í báðum kvennaflokkunum þar sem að ég spurði hverja einustu stelpu hver hennar uppáhalds fótboltamaður/fótboltakona væri. Allar svöruðu með karlkyns fótboltamanni. Utan æfingatíma horfa strákar á hetjurnar sínar spila fótbolta, fara í FIFA og spila með hetjurnar í tölvunni og fara svo út í fótbolta og leika þessar sömu hetjur. Stelpurnar geta varla horft á stelpur spila fótbolta í sjónvarpi og því er skortur á kvenkyns fyrirmyndum og hetjum. Þær geta ekki stýrt þeim í tölvunni, þar sem að það er ekki til kvenkyns fótbolta leikur, og því fara þær ekki út á völl að leika hetjurnar sínar þar sem að þær eiga engar kvenkyns hetjur. Tölvuleikir þar sem þú getur stýrt þessum stórstjörnum verður til þess að þú byrjar að idolisera hetjurnar á tölvuskjánum. Það er mjög langsótt að EA Sports muni bjóða upp á kvennabolta í FIFA leikjunum og því er varla hægt að sjá fram á breytingar í þessum efnum. Hins vegar þarf fjölmiðlaumfjöllun og umræðan að taka breytingum. KSÍ fær hins vegar hrós fyrir bætta markaðsetningu á kvennafótbolta undanfarin ár. Það þarf að breyta þessum staðalímyndum um boltaíþróttirnar og útrýma áður nefndum frösum. Þjálfarar, foreldrar og þeir sem koma að íþróttahreyfingunni þurfa að taka höndum saman í því að sjá til þess að það verði viðhorfsbreyting á þessu. Stelpur eiga að fá sömu tækifæri og strákar. Fótboltinn getur boðið upp á svo margt. Launuð atvinnumennska, niðurgreitt háskólanám úti í heimi, félagskapur og minningar til margra ára eru dæmi um tækifærin sem fótboltinn býður upp á og stelpur eiga að ganga að sama borði og strákar í þessum efnum. Að lokum langar mig að benda á #LikeAGirl auglýsingaherferðina sem að Always fór af stað með sumarið 2014. Þar var fólk beðið um að gera ýmsa hluti eins og stelpa. Flestir brugðist við með því að gera hlutina á fíflalegan hátt og það er einmitt viðhorfið sem er alltof áberandi í boltaíþróttum. Boðskapurinn er sá að ef þú ert að gera hlutina eins og stelpa, haltu því áfram. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Bjarki Már Ólafsson, þjálfari yngri flokka í bæði karla og kvennaflokki hjá Gróttu, ritar pistil á bloggsíðu sína með ofangreindri fyrirsögn þar sem hann beinir spjótum sínum að gjörólíku umhverfi fyrir stráka og stelpur í knattspyrnuheiminum. „Ég þjálfa tvo flokka kvennamegin og tvo karlamegin og hef því góðan samanburð. Þaðan hafa þessar skoðanir mótast,“ segir Bjarki Már í samtali við Vísi í dag en við fengum leyfi til að endurbirta pistilinn hér. „Það er augljóst hversu mikill munur er á kynjunum. Strákarnir hafa margar fyrirmyndir - þessar hetjur allar - en þær vantar allar kvennamegin. Allt umverfið er mjög karlægt.“ „Þetta breytist ekki nema að umræðan er komin upp og þess vegna skrifaði ég þennan pistil. Ég tel að fyrsta skrefið sé að breyta fjölmiðlaumfjölluninni. Að hún sé samstíga bæði karla- og kvennamegin. Það þarf að koma kvennaknattspyrnu í sama far og karlaknattspyrnan er í.“ Bjarki Már bendir til dæmis á að tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports bjóði ekki upp á kvennabolta í FIFA-leikjunum sínum. „Það er gott dæmi um hversu mikill munurinn er en margir krakkar fá hetjurnar sínar þaðan,“ segir Bjarki. „KSÍ fór í flotta herferð fyrir nokkrum árum sem miðaði að því að fá fleiri stelpur í fótbolta og fengu landsliðskonur í lið með sér. Það er gott skref og sýnir að KSÍ er að pæla í og vinna í þessu. En þetta þarf að vera róttækara.“ Pistilinn má lesa hér fyrir neðan eða með því að smella hér.„Þú sparkar eins og stelpa!" Ég er svo heppinn að ég starfa við það sem ég elska að gera, að þjálfa fótbolta, allan daginn, alla daga. Það er þroskandi og lærdómsríkt að starfa með krökkum og fylgjast með þeim taka framförum bæði í fótbolta og sem einstaklingar. Þegar ég var að taka ákvörðun um það hvaða flokka ég skyldi þjálfa þá hugsaði ég með mér að ég vildi gjarnan vinna með krökkum sem væru að taka sín fyrstu skref í fótbolta, sem og þeim sem væru að undirbúa sig fyrir sín fyrstu skref í meistaraflokk. Ég sóttist því eftir því að þjálfa 7.flokk karla og að starfa sem aðstoðarþjálfari í 2.flokki karla. Mér fannst mikilvægt að fá að þjálfa tvo gjörólíka aldurshópa til þess að hafa sem mesta fjölbreytni í þessu. Á sama tíma bauðst mér að þjálfa stelpur. Bæði stelpur í 6.flokki (9 og 10 ára) og stelpur í 5. flokki (11 og 12 ára). Þegar þetta tilboð kom upp á borðið hugsaði ég með mér: ,,Stelpur? Nei, það er alltof mikill pakki"... ,,Þær eru ekkert í þessu af neinni alvöru".... ,,Það koma alltof margir drama árekstrar upp" o.s.frv. Þetta eru pælingar sem að ég tel að skjótist upp í hugann á alltof mörgum þegar þeir hugsa um stelpur í boltaíþróttum. Hvers vegna ætli það sé? Staðalímyndir stúlkna í boltaíþróttum eru mótaðar af þessum sömu pælingum og skutust upp í hausinn á mér þegar ég velti þessu tilboði fyrir mér, sem er sorglegt. Í strákaíþróttum eru frasar eins og ,,Þú kastar/sparkar eins og stelpa!" og ,,Ekki vera kelling!" rótgrónir sem orsakar það að stelpum er ekki tekið alvarlega í boltaíþróttum. Eftir miklar vangaveltur og pælingar fram og til baka þá ákvað ég á endanum að taka slaginn. Ég ákvað það að taka að mér þjálfun beggja flokkanna og lofaði mér því að ég skyldi setja nákvæmlega sömu kröfur á stelpurnar og ég myndi setja á stráka á sama aldri. Þetta er ein allra besta ákvörðun sem ég hef tekið, þá helst vegna þess að ég hafði svo innilega rangt fyrir mér. Eftir að hafa þjálfað þessa tvo flokka í 7 mánuði við hliðina á því að þjálfa áður nefnda stráka flokka hef ég komist að því að þessar skoðanir og vangaveltur sem að ég hafði áður en ég tók við starfinu voru svo kolrangar og taktlausar. Af minni reynslu þá fullyrði ég það að það á að setja sömu kröfur á stelpur og stráka í yngri flokkum í þjálfun, og það á að taka kvennaíþróttum jafn alvarlega og karlaíþróttum. Fjölmiðlaumhverfið og umræðan veldur því að markaðsetning á strákafótbolta er margfalt öflugri heldur en kvenna megin. Ég framkvæmdi könnun í báðum kvennaflokkunum þar sem að ég spurði hverja einustu stelpu hver hennar uppáhalds fótboltamaður/fótboltakona væri. Allar svöruðu með karlkyns fótboltamanni. Utan æfingatíma horfa strákar á hetjurnar sínar spila fótbolta, fara í FIFA og spila með hetjurnar í tölvunni og fara svo út í fótbolta og leika þessar sömu hetjur. Stelpurnar geta varla horft á stelpur spila fótbolta í sjónvarpi og því er skortur á kvenkyns fyrirmyndum og hetjum. Þær geta ekki stýrt þeim í tölvunni, þar sem að það er ekki til kvenkyns fótbolta leikur, og því fara þær ekki út á völl að leika hetjurnar sínar þar sem að þær eiga engar kvenkyns hetjur. Tölvuleikir þar sem þú getur stýrt þessum stórstjörnum verður til þess að þú byrjar að idolisera hetjurnar á tölvuskjánum. Það er mjög langsótt að EA Sports muni bjóða upp á kvennabolta í FIFA leikjunum og því er varla hægt að sjá fram á breytingar í þessum efnum. Hins vegar þarf fjölmiðlaumfjöllun og umræðan að taka breytingum. KSÍ fær hins vegar hrós fyrir bætta markaðsetningu á kvennafótbolta undanfarin ár. Það þarf að breyta þessum staðalímyndum um boltaíþróttirnar og útrýma áður nefndum frösum. Þjálfarar, foreldrar og þeir sem koma að íþróttahreyfingunni þurfa að taka höndum saman í því að sjá til þess að það verði viðhorfsbreyting á þessu. Stelpur eiga að fá sömu tækifæri og strákar. Fótboltinn getur boðið upp á svo margt. Launuð atvinnumennska, niðurgreitt háskólanám úti í heimi, félagskapur og minningar til margra ára eru dæmi um tækifærin sem fótboltinn býður upp á og stelpur eiga að ganga að sama borði og strákar í þessum efnum. Að lokum langar mig að benda á #LikeAGirl auglýsingaherferðina sem að Always fór af stað með sumarið 2014. Þar var fólk beðið um að gera ýmsa hluti eins og stelpa. Flestir brugðist við með því að gera hlutina á fíflalegan hátt og það er einmitt viðhorfið sem er alltof áberandi í boltaíþróttum. Boðskapurinn er sá að ef þú ert að gera hlutina eins og stelpa, haltu því áfram.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira