Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2015 21:53 „Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Myndir/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira