Viðskipti innlent

Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum

ingvar haraldsson skrifar
Arion banki hagnaðist mest allra af þóknunum og þjónustugjöldum eða um 13,3 milljarða.
Arion banki hagnaðist mest allra af þóknunum og þjónustugjöldum eða um 13,3 milljarða.
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári. Því nam hagnaður vegna þjónustugjalda tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. Þá er þó ekki tekið tillit til skattgreiðslna af þjónustutekjum og launagreiðslna.

Þjónustutekjur bankanna námu samanlagt 44 milljörðum króna en greiddu 14 milljarða í þjónustutekjur. Hagnaður bankanna vegna þjónustugjalda jókst um 3,7 milljarða króna milli ára.

Arion banki hagnaðist mest allra af þóknunum og þjónustugjöldum eða um 13,3 milljarða. Þar munaði mest um hagnað af þjónustugjöldum vegna greiðslukorta sem nam 5 milljörðum.

Hagnaður Íslandsbanka af þjónustugjöldum nam 11,5 miljörðum en Landsbankinn rak lestina með 5,8 milljarða hagnað af þjónustugjöldum.

Undir þjónustutekjur falla m.a. gjöld vegna greiðslukorta, innheimtu- og greiðsluþjónustu, lána, eignarstýringu, fjárfestingabankastarfsemi.


Tengdar fréttir

Eigendur bankanna fá ekki arðinn úr landi vegna hafta

Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu

80 milljarðar í samanlagðan hagnað

Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×