Veðrið setur strik í reikninginn á Honda Classic - McIlroy úr leik 28. febrúar 2015 01:55 Brendan Steele lét rigninguna ekki aftra sér í dag. Getty Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira