Íslenski boltinn

ÍBV vildi alls ekki sjá Rasmus í KR

Ramus í leik með ÍBV.
Ramus í leik með ÍBV. vísir/vilhelm
Það er nú orðið staðfest að Daninn Rasmus Christiansen mun spila með KR næsta sumar.

Hann skrifaði undir samning við KR í nóvember en þó með þeim formerkjum að hann gæti farið til annars félags í janúarglugganum. Af því varð ekki og Rasmus er því samningsbundinn KR næstu tvö árin.

Rasmus er í viðtali við danska miðilinn bold.dk og þar greinir hann frá því að hans gamla félag, ÍBV, hafi ekki verið spennt fyrir því að hann færi í KR.

„KR er félag sem fólk elskar eða hatar. Þeir höfðu áhuga á mér áður en ég fór til Noregs. Þá vildi ÍBV að ég færi frekar í FH eða Stjörnuna. Bara eitthvað annað félag en KR," sagði Rasmus.

Hann er að jafna sig eftir krossbandsslit og verður væntanlega kominn á fullt áður en Pepsi-deildin hefst. Hann er að koma til KR frá norska félaginu Ull/Kisa en þangað fór hann frá ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×