Mörg góð skor á fyrsta hring á Pebble Beach 12. febrúar 2015 23:17 John Daly í fallegri lokastöðu á Pebble Beach í dag. Getty Bandaríkjamennirnir Justin Hicks og J.B. Holmes leiða eftir fyrsta hring á AT&T Pebble Beach National en þeir komu inn á 64 höggum eða átta undir pari. Skor kylfinga var alla jafna mjög gott á fyrsta hring en aðstæður til þess að skora vel á hinum sögufræga Pebble Beach velli voru með allra besta móti. Sjö kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari en þar má helst nefna Jim Furyk og hinn litríka John Daly sem getur greinilega enn barist við þá bestu. Margir sterkir kylfingar eru meðal þátttakenda um helgina, meðal annars bandarísku ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed en þá er þetta annað mótið sem Dustin Johnson tekur þátt í eftir langt hlé frá golfi. Þeir léku allir ágætlega á fyrsta hring en það kæmi ekki á óvart að sjá allavega einn þeirra berjast um sigur á sunnudaginn. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Justin Hicks og J.B. Holmes leiða eftir fyrsta hring á AT&T Pebble Beach National en þeir komu inn á 64 höggum eða átta undir pari. Skor kylfinga var alla jafna mjög gott á fyrsta hring en aðstæður til þess að skora vel á hinum sögufræga Pebble Beach velli voru með allra besta móti. Sjö kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari en þar má helst nefna Jim Furyk og hinn litríka John Daly sem getur greinilega enn barist við þá bestu. Margir sterkir kylfingar eru meðal þátttakenda um helgina, meðal annars bandarísku ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed en þá er þetta annað mótið sem Dustin Johnson tekur þátt í eftir langt hlé frá golfi. Þeir léku allir ágætlega á fyrsta hring en það kæmi ekki á óvart að sjá allavega einn þeirra berjast um sigur á sunnudaginn. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira