„Ég var ekki drukkinn“ Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2015 16:35 Sigurður Einarsson segir enga spurningu: Gefið hefur verið út skotleyfi á hann og álit hans á islenska réttarríkinu er ekki samt. visir/gva Fátt var um meira rætt í gær en dóminn sem féll í Al Thani-málinu og svo viðtal sem Bogi Ágústsson átti við Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings í sjónvarpsfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Sigurður hlaut fjögurra ára dóm en í samtali við Vísi kemur fram að hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Vísir náði tali af Sigurði Einarssyni að heimili hans í London og spurði hann hvernig honum litist á viðbrögðin við þessum tíðindum, nú þegar rykið er farið að setjast? „Ég er ennþá upptekinn af dóminum sjálfum. Mér finnst viðbrögðin við honum litast af því að menn hafa ekki kynnt sér dóminn sjálfan. Þar á ég við að dómurinn virðist byggður á gildishlöðnum og innistæðulausum ályktunum dómarans, en það eru engar sannanir. Engin haldbær sönnunargögn sem þessi dómur vitnar í, ekki ein hvaða þá fleiri. Og það veldur mér vonbrigðum að þeir sem fjalla um dóminn skuli ekkert átta sig á þessu,“ segir Sigurður.Engar sannanirDómurinn er langur, 114 síður en ef litið er stuttlega á það sem snýr að Sigurði þá segir hann að skipta megi því í tvennt: „Annars vegar er ég algerlega ósammála því að eitthvað ólöglegt hafi átt sér staði, lýsir sér meðal annars í því að skilanefndin reynir ekki einu sinni að rifta gjörningnum. Og það er ósköp einfaldlega vegna þess að bankinn var betur staddur eftir viðskiptin en áður. En ef við nú lítum burtu frá þessari spurningu, hvar er þá sönnunin að aðkomu minni að málinu? Sú sönnun er ekki til í þessum dómi Hæstaréttar. Í héraðsdómi eru fimmtíu vitni leidd fram, bæði vitni ákæruvaldsins og verjanda, þau eru öll spurð þessarar spurningar: hver var aðkoma Sigurðar Einarssonar að málinu? vitni svöruðu öllu undantekningarlaust, hún var engin. Samt segir hæstiréttur að „hann hlýtur að hafa“. Þetta er eitthvað svona. Og mér er sagt af lögfræðingum að þeir hafi aldrei séð svo gildishlaðin orð eins oft í Hæstaréttardómi.“Í ljósi þessa hlýtur þetta að vera gríðarlegt áfall? „Maður klórar sér í hausnum og botnar hvorki upp né niður í þessu. Algjörlega ljóst að álit manns á íslenska réttarríkinu er ekki það sama og það var.“Sigurður segist hafa misst einbeitinguna í viðtalinu við Boga, en umfjöllun Ríkissjónvarpsins hefur verið grunnhyggin að hans mati.Grunnhyggin umfjöllun RíkissjónvarpsinsFátt er meira rætt en viðtal Boga Ágústssonar við þig í sjónvarpsfréttum RÚV, það var endasleppt og fjölmargir hafa gert því skóna að þú sért drukkinn í viðtalinu? „Neinei, ég var ekki drukkinn. Þetta var reyndar mjög vont samtal. Byrjaði með viðtali við einhvern ungan dreng. Svo ætlaði Bogi að fara að fabúlera eitthvað um dóminn frekar en að spyrja mig og ég verð að viðurkenna að ég missti athyglina. Það var tekið viðtal við mig á Stöð 2, skömmu áður, ég er búinn að hlusta á bæði viðtölin og það er allt satt og rétt sem ég segi í báðum viðtölum. Aftur leiðir þetta að því sama og við ræddum áðan; af hverju vilja menn ekki skoða innihaldið? Það virðist bara, ef hlakkar í einhverjum yfir þessu verður svo að vera, þá eru menn bara illa innrættir, en ef um er að ræða þessa stærstu miðla, þá þeir verða að kíkja á efnið. Umfjöllun Ríkissjónvarpsins yfirleitt hefur verið mjög grunnhyggin og byggð meira og minna eins og verið sé að lýsa fótboltaleik.“Skotleyfi gefið út á KaupþingsmennEn, sýnist þér þá að sem skotleyfi hafi verið gefið út á þig og ykkur Kaupþingsmenn? „Engin spurning um það,“ segir Sigurður en beinir talinu aftur að dómnum: „Það eru bara gildishlaðnar og innihaldslausar ályktanir sem verða til þess að ég er dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Engar sannanir. Algjörlega ótrúlegt. Eins og ég sagði, í öðru hvoru þessara frægu viðtala í gær, þegar fram líða stundir og fræðimenn fara að skoða þetta, þá mun þetta ekki verða þessum Hæstaréttardómurum til álitsauka. Það er athyglisvert líka að það fellur ákveðinn dómur í héraði, sem var líka með endemum furðulegur dómur. Í dómi Hæstaréttar er ekkert verið að endurskoða dóminn þann, þetta er bara nýr dómur. Ekkert verið að taka afstöðu til trúverðugleika vitnanna, ekkert Halldórs Bjarkar sem er grunnurinn að dómi héraðsdóms. Þarna koma bara áttatíu blaðsíður af einhverjum nýjum fabúlasjónum.“Sigurður og þrír Kaupþingsmenn hlutu fangelsisdóma í gær. Sigurður er varla farinn að átta sig á því ennþá, svo sannfærður var hann um sýknu í málinu.Ekki farinn að hugsa í átt til fangelsisvistar Sigurður segist ekki vera farinn að hugsa til þess svo neinu nemi hvað taki nú við, þá til þeirrar fangelsisvistar sem hann á nú yfir höfði sér. Svo stórkostlega kom honum þessi dómur á óvart, það hvarflaði ekki annað að honum en hann yrði sýknaður. „Nei, svo langt er ég ekki kominn. Það er ekki það sem veldur mér stærstum áhyggjum í þessu, heldur það að hægt sé að dæma svona. Það fer um mann hrollur ef þessi dómur á að gefa fordæmi í öðrum málum? Það er yfirleitt þannig, en við skulum sjá þegar um einhverja aðra er að ræða en Kaupþingsfólk. Hvað verður þá. Kannski líta menn þá í hina áttina? Ég veit það ekki.“ Sigurður segir að hvergi skorti á að honum hafi borist stuðningsyfirlýsingar. „Nóg af þeim,“ segir Sigurður en aðallega kemur þetta mönnum á óvart: „Ég var búinn að fara vel yfir þetta áður og taldi útilokað að verða dæmdur. Ekkert sem bendlar mig við málið. Það vantar öll sönnunargögn.“Dapurleg ÞórðargleðiSpurður hvort Sigurður hafi orðið var við það sem kallast getur Þórðargleði, að það hlakki í mönnum, þá segist hann ekki hafa orðið mikið var við það. „Nei, en mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins. Og svo var mér hugsað til þess, þegar ég missti einbeitinguna í þessu fréttaviðtali við Ríkissjónvarpið, þarna er fréttaþulur að taka viðtal við mig, sem sjálfur hefur margoft komið fram í viðtölum þar sem hann hefur talað um sekt þessara bankamanna og hvernig þeir brutu lög og svoleiðis. Hann hefur töluvert verið notaður í þessu fréttir vikunnar þar sem hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að við værum allir sekir af öllum þeim brotum sem á okkur hafa verið borin.“Þú ert væntanlega ekki spenntur að koma aftur til Íslands í kjölfar þessa? „Þetta hefur engin áhrif á það. Eða, ég veit það ekki. Blessunarlega hef ég aldrei lent í þessu áður þannig að ég veit ekki hvað er næst, og hvernig á að haga sér? Það verður að koma í ljós. Ég veit ekkert hvernig ber að haga sér við slíkar aðstæður.“ Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fátt var um meira rætt í gær en dóminn sem féll í Al Thani-málinu og svo viðtal sem Bogi Ágústsson átti við Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings í sjónvarpsfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Sigurður hlaut fjögurra ára dóm en í samtali við Vísi kemur fram að hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Vísir náði tali af Sigurði Einarssyni að heimili hans í London og spurði hann hvernig honum litist á viðbrögðin við þessum tíðindum, nú þegar rykið er farið að setjast? „Ég er ennþá upptekinn af dóminum sjálfum. Mér finnst viðbrögðin við honum litast af því að menn hafa ekki kynnt sér dóminn sjálfan. Þar á ég við að dómurinn virðist byggður á gildishlöðnum og innistæðulausum ályktunum dómarans, en það eru engar sannanir. Engin haldbær sönnunargögn sem þessi dómur vitnar í, ekki ein hvaða þá fleiri. Og það veldur mér vonbrigðum að þeir sem fjalla um dóminn skuli ekkert átta sig á þessu,“ segir Sigurður.Engar sannanirDómurinn er langur, 114 síður en ef litið er stuttlega á það sem snýr að Sigurði þá segir hann að skipta megi því í tvennt: „Annars vegar er ég algerlega ósammála því að eitthvað ólöglegt hafi átt sér staði, lýsir sér meðal annars í því að skilanefndin reynir ekki einu sinni að rifta gjörningnum. Og það er ósköp einfaldlega vegna þess að bankinn var betur staddur eftir viðskiptin en áður. En ef við nú lítum burtu frá þessari spurningu, hvar er þá sönnunin að aðkomu minni að málinu? Sú sönnun er ekki til í þessum dómi Hæstaréttar. Í héraðsdómi eru fimmtíu vitni leidd fram, bæði vitni ákæruvaldsins og verjanda, þau eru öll spurð þessarar spurningar: hver var aðkoma Sigurðar Einarssonar að málinu? vitni svöruðu öllu undantekningarlaust, hún var engin. Samt segir hæstiréttur að „hann hlýtur að hafa“. Þetta er eitthvað svona. Og mér er sagt af lögfræðingum að þeir hafi aldrei séð svo gildishlaðin orð eins oft í Hæstaréttardómi.“Í ljósi þessa hlýtur þetta að vera gríðarlegt áfall? „Maður klórar sér í hausnum og botnar hvorki upp né niður í þessu. Algjörlega ljóst að álit manns á íslenska réttarríkinu er ekki það sama og það var.“Sigurður segist hafa misst einbeitinguna í viðtalinu við Boga, en umfjöllun Ríkissjónvarpsins hefur verið grunnhyggin að hans mati.Grunnhyggin umfjöllun RíkissjónvarpsinsFátt er meira rætt en viðtal Boga Ágústssonar við þig í sjónvarpsfréttum RÚV, það var endasleppt og fjölmargir hafa gert því skóna að þú sért drukkinn í viðtalinu? „Neinei, ég var ekki drukkinn. Þetta var reyndar mjög vont samtal. Byrjaði með viðtali við einhvern ungan dreng. Svo ætlaði Bogi að fara að fabúlera eitthvað um dóminn frekar en að spyrja mig og ég verð að viðurkenna að ég missti athyglina. Það var tekið viðtal við mig á Stöð 2, skömmu áður, ég er búinn að hlusta á bæði viðtölin og það er allt satt og rétt sem ég segi í báðum viðtölum. Aftur leiðir þetta að því sama og við ræddum áðan; af hverju vilja menn ekki skoða innihaldið? Það virðist bara, ef hlakkar í einhverjum yfir þessu verður svo að vera, þá eru menn bara illa innrættir, en ef um er að ræða þessa stærstu miðla, þá þeir verða að kíkja á efnið. Umfjöllun Ríkissjónvarpsins yfirleitt hefur verið mjög grunnhyggin og byggð meira og minna eins og verið sé að lýsa fótboltaleik.“Skotleyfi gefið út á KaupþingsmennEn, sýnist þér þá að sem skotleyfi hafi verið gefið út á þig og ykkur Kaupþingsmenn? „Engin spurning um það,“ segir Sigurður en beinir talinu aftur að dómnum: „Það eru bara gildishlaðnar og innihaldslausar ályktanir sem verða til þess að ég er dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Engar sannanir. Algjörlega ótrúlegt. Eins og ég sagði, í öðru hvoru þessara frægu viðtala í gær, þegar fram líða stundir og fræðimenn fara að skoða þetta, þá mun þetta ekki verða þessum Hæstaréttardómurum til álitsauka. Það er athyglisvert líka að það fellur ákveðinn dómur í héraði, sem var líka með endemum furðulegur dómur. Í dómi Hæstaréttar er ekkert verið að endurskoða dóminn þann, þetta er bara nýr dómur. Ekkert verið að taka afstöðu til trúverðugleika vitnanna, ekkert Halldórs Bjarkar sem er grunnurinn að dómi héraðsdóms. Þarna koma bara áttatíu blaðsíður af einhverjum nýjum fabúlasjónum.“Sigurður og þrír Kaupþingsmenn hlutu fangelsisdóma í gær. Sigurður er varla farinn að átta sig á því ennþá, svo sannfærður var hann um sýknu í málinu.Ekki farinn að hugsa í átt til fangelsisvistar Sigurður segist ekki vera farinn að hugsa til þess svo neinu nemi hvað taki nú við, þá til þeirrar fangelsisvistar sem hann á nú yfir höfði sér. Svo stórkostlega kom honum þessi dómur á óvart, það hvarflaði ekki annað að honum en hann yrði sýknaður. „Nei, svo langt er ég ekki kominn. Það er ekki það sem veldur mér stærstum áhyggjum í þessu, heldur það að hægt sé að dæma svona. Það fer um mann hrollur ef þessi dómur á að gefa fordæmi í öðrum málum? Það er yfirleitt þannig, en við skulum sjá þegar um einhverja aðra er að ræða en Kaupþingsfólk. Hvað verður þá. Kannski líta menn þá í hina áttina? Ég veit það ekki.“ Sigurður segir að hvergi skorti á að honum hafi borist stuðningsyfirlýsingar. „Nóg af þeim,“ segir Sigurður en aðallega kemur þetta mönnum á óvart: „Ég var búinn að fara vel yfir þetta áður og taldi útilokað að verða dæmdur. Ekkert sem bendlar mig við málið. Það vantar öll sönnunargögn.“Dapurleg ÞórðargleðiSpurður hvort Sigurður hafi orðið var við það sem kallast getur Þórðargleði, að það hlakki í mönnum, þá segist hann ekki hafa orðið mikið var við það. „Nei, en mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins. Og svo var mér hugsað til þess, þegar ég missti einbeitinguna í þessu fréttaviðtali við Ríkissjónvarpið, þarna er fréttaþulur að taka viðtal við mig, sem sjálfur hefur margoft komið fram í viðtölum þar sem hann hefur talað um sekt þessara bankamanna og hvernig þeir brutu lög og svoleiðis. Hann hefur töluvert verið notaður í þessu fréttir vikunnar þar sem hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að við værum allir sekir af öllum þeim brotum sem á okkur hafa verið borin.“Þú ert væntanlega ekki spenntur að koma aftur til Íslands í kjölfar þessa? „Þetta hefur engin áhrif á það. Eða, ég veit það ekki. Blessunarlega hef ég aldrei lent í þessu áður þannig að ég veit ekki hvað er næst, og hvernig á að haga sér? Það verður að koma í ljós. Ég veit ekkert hvernig ber að haga sér við slíkar aðstæður.“
Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“ Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 16:27
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25