Brandt Snedeker sigraði á Pebble Beach 16. febrúar 2015 07:30 Snedeker hafði ríka ástæðu til að fagna í kvöld. vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á AT&T National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er sjöundi sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir lokahringinn leiddi Jim Furyk mótið en hann fann sig alls ekki, lék Pebble Beach á 74 höggum og endaði að lokum jafn í sjöunda sæti á 16 höggum undir pari. Snedeker nýtti sér það með hring upp á 67 högg eða fimm undir pari þar sem þessi reynslumikli kylfingur fékk ekki einn einasta skolla. Hann endaði að lokum á 22 höggum undir pari, þremur á undan Nick Watney sem tryggði sér annað sætið á 19 undir. Brandt Snedeker var í hópi tíu bestu kylfinga heims fyrir nokkrum árum en hann hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu þar sem bakmeiðsli hafa verið að hrjá hann ásamt erfileikum með stutta spilið. Hann hefur fallið jafnt og þétt niður heimslistann og átti það á hættu að missa þátttökurétt sinn í stærstu mótum heims, en með sigrinum um helgina þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Fyrir sigurinn fær Snedeker rúmlega 140 milljónir króna en hann var ekki eini kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem datt í lukkupottinn um helgina. Nýliðinn Mark Hubbard bað kærustu sína, Meghan McCurly, um að giftast sér eftir að hafa lokið leik á öðrum hring. Hún sagði já eins og sést á þessu skemmtilega myndbandi en það hefur eflaust bætt upp fyrir það að Hubbard missti af niðurskurðinum á föstudaginn með einu höggi. Næsta mót á PGA-mótaröðinni verður Northern Trust mótið sem fram fer á Riviera vellinum en þar á Bubba Watson titil að verja. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á AT&T National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er sjöundi sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir lokahringinn leiddi Jim Furyk mótið en hann fann sig alls ekki, lék Pebble Beach á 74 höggum og endaði að lokum jafn í sjöunda sæti á 16 höggum undir pari. Snedeker nýtti sér það með hring upp á 67 högg eða fimm undir pari þar sem þessi reynslumikli kylfingur fékk ekki einn einasta skolla. Hann endaði að lokum á 22 höggum undir pari, þremur á undan Nick Watney sem tryggði sér annað sætið á 19 undir. Brandt Snedeker var í hópi tíu bestu kylfinga heims fyrir nokkrum árum en hann hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu þar sem bakmeiðsli hafa verið að hrjá hann ásamt erfileikum með stutta spilið. Hann hefur fallið jafnt og þétt niður heimslistann og átti það á hættu að missa þátttökurétt sinn í stærstu mótum heims, en með sigrinum um helgina þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Fyrir sigurinn fær Snedeker rúmlega 140 milljónir króna en hann var ekki eini kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem datt í lukkupottinn um helgina. Nýliðinn Mark Hubbard bað kærustu sína, Meghan McCurly, um að giftast sér eftir að hafa lokið leik á öðrum hring. Hún sagði já eins og sést á þessu skemmtilega myndbandi en það hefur eflaust bætt upp fyrir það að Hubbard missti af niðurskurðinum á föstudaginn með einu höggi. Næsta mót á PGA-mótaröðinni verður Northern Trust mótið sem fram fer á Riviera vellinum en þar á Bubba Watson titil að verja.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira