Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur verið dæmdur til að veita Samherja hf. upplýsingar um stöðu máls Seðlabankans gegn Samherja. Það var Samherji sem stefndi Seðlabanka Íslands fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun Seðlabankans að synja Samherja um afhendingu gagna. Málið má rekja til þess að Seðlabanki Íslands gerði húsleit í starfsstöðvum Samherja og Þekkingar-Tristan hf. í mars árið 2012 vegna meintra brota Samhera og annarra félaga á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra laga.Sjá einnig: Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfiHúsleit hjá Samherja árið 2012.Vísir/PjeturÍ apríl árið 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Samherja og annarra félaga á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Rannsókn málsins var hætt hjá embætti sérstaks saksóknara og var kæra endursend Seðalabankanum ásamt gögnum í ágúst árið 2013 þar sem mál yrði ekki höfðað á hendur Samherja. Seðlabankinn sendi nýja kæru til embættis sérstaks saksóknara í september árið 2013. Sú kæra laut að meintum brotum einstaklinga. Þremur dögum síðar krafði Samherji embætti sérstaks saksóknara um upplýsingar og gögn málsins sem lokið var hjá embættinu og krafði Seðlabankann um upplýsingar og gögn stjórnsýslumálsins sem leiddi til kærunnar til embættis sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari lagði fyrir embætti sérstaks saksóknara í nóvember sama ár að veita Samherja aðgang að gögnum málsins sem lokið var. Í desember 2013 krafði Samherji annars vegar embættis sérstaks saksóknara og Seðlabanka Íslands um aðgang að gögnum málsins. Áréttað var að einnig væri krafist aðgangs að þeim gögnum sem sneru að samskiptum milli Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara vegna meðferðar kærunnar og málsins að öðru leyti. Embætti sérstaks saksóknara afhenti Samherja gögn þann 12. desember árið 2013 og ítrekaði Samherji beiðni sína til Seðlabankans sem sagði að þau gögn sem lagt hefði verið hald á við húsleit hjá Samherja hefðu verið send embætti sérstaks saksóknara og því væri ekki á færi bankans að veita Samherja aðgang að þeim gögnum. Taldi Seðlabankinn að embætti sérstaks saksóknara hefði séð um afhendingu gagnanna en Samherji mótmælti því að hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins.Sjá einnig: Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleitSeðlabankinn skal veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins gegn Samherja.Vísir/PjeturBankinn sýknaður í tveimur hlutum kröfuliðar Vísaði Samherji til þess að fyrirtækið hefði ekki fengið afrit að beiðni Seðlabankans um haldlagningu gagna auk gagna um tilurð málsins og samskipti við önnur stjórnvöld. Til að tryggja að Samherji gæti gengið úr skugga um að öll gögn vegna málsins yrðu afhent var gerð krafa um að látið yrði í té afrit af eða skoðunaraðgangur að þeirri eða þeim skrám úr skjalavistunarkerfi Seðlabankans þar sem haldið hefði verið utan um gögn og samskipti varðandi málið. Einnig var óskað eftir því að Seðalbankinn afhenti eða veitti aðgang að skráningum stöðubreytinga málsins í málaskrá bankans. Seðlabankinn hafnaði beiðni Samherja um aðgang umfram þau gögn sem þegar hefðu verið synjað en Seðlabankinn taldi þá ákvörðun brjóta gegn skýlausum rétti til að fá aðgang að upplýsingunum. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm í málinu að Seðlabanki Íslands skuli veita Samherja upplýsingar um stöðu málsins í málaskrá bankans og upplýsingar um það hvort og þá hvenær breytingar hafa orðið á stöðu málsins. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfu Seðlabankans um afhendingu afrita af þeim skrám úr skjalavistunarkerfi bankans þar sem haldið hefur verið utan um gögn og samskipti í stjórnsýslumáli Samherja hjá bankanum. Þá var Seðlabankinn sýknaður af þeim hluta kröfuliðar Samherja sem lýtur að afhendingu afmáðra verðupplýsinga frá öðrum aðilum, í gögnum sem Samherji hefur þegar fengið afhent.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Samherji fær ekki afhend gögn úr húsleit Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að gögnum úr húsleit verði skilað. 30. júní 2014 16:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“