Fótbolti

Segir Douglas Costa vera jafngóðan og Robben

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Douglas Costa verður ekki lengi hjá Shakhtar til viðbótar.
Douglas Costa verður ekki lengi hjá Shakhtar til viðbótar. vísir/getty
Darijo Srna, fyrirliði Shakhtar Donetsk, telur samherja sinn Douglas Costa vera alveg jafngóðan og Arjen Robben, framherja Bayern München, en liðin skildu jöfn, markalaus, í Meistaradeildinni í gær.

Costa, sem er 24 ára gamall Brasilíumaður, er mikils metinn í Evrópuboltanum og greindu breskir miðlar frá því að Chelsea reyndi að næla í hann í janúar.

„Ég myndi segja að Douglas Costa væri engu síðri en Robben. Svo eru Teixeira og Tasion jafngóðir og Ribéry,“ sagði Srna í viðtali eftir leikinn.

„Við getum verið ánægðir með úrslitin,“ bætti hann við. „Við hefðum kannski átt að taka meiri áhættu þegar við vorum manni fleiri samt.“

„Við eigum samt enn möguleika þó hann sé ekki mikill. Allt er þó hægt í fótbolta. Við munum berjast til enda fyrir félagið okkar og stuðningsmennina,“ sagði Darijo Srna.

Seinni leikur liðanna fer fram á Allianz Arena 11. mars og verður í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×