Íslenski boltinn

KSÍ heimilar að nota myndbandsupptökur í alvarlegum agabrotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Valli
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á dögunum breytingar á reglugerðum KSÍ um aga- og úrskurðarmál en sagt er frá þessu á heimasíðu KSÍ.

Breytingar voru kynntar á Ársþingi KSÍ um síðustu helgi en ein athyglisverðasta breytingin er að Aga- og úrskurðarnefnd hefur nú tækifæri til að dæma menn í bann út frá myndbandsupptökum.

Liðurinn sem breytist er númer 6.1 (c) og hljómar nú: "Nefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki í leik og brugðust því ekki við."

Þá breytist einnig orðalag um vísar í fyrrnefnda grein: Almennt eru myndbandsupptökur ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota, sbr. þó 6.1. (c).

Skýringin sem er gefin er eftirtalin: Myndbandsupptökur heimilaðar í takt við reglur FIFA í þeim tilfellum sem dómarar sjá ekki alvarleg agabrot.

Þetta var ekki eina breytingin því liður 14.1 breyttist nú samræmi við nýtt skylduákvæði FIFA um bann við eignarhaldi þriðja aðila.

Þá breytist einnig reglugerð 16.1 þar sem er hér eftir kveðið skýrt á um heimild til að sekta félag vegna brota á greininni sem er um hvern þann sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu

Þá var frestur til að ganga frá formsatriðum vegna félagaskipta innanlands við lok félagaskiptaglugga er lengdur ef undirskrift félags sem gengið er úr vantar. Aðeins er þó um einn virkan dag að ræða. Ef hins vegar er um félagaskipti að ræða til Íslands frá útlöndum gilda reglur FIFA (allt að 7 daga frestur).

Breytingarnar taka gildi nú þegar en það er nákvæmt og gott yfirlit yfir þær hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×