Landslagið í NBA-deildinni gæti breyst næsta sólarhringinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2015 00:33 Goran Dragic, Brook Lopez og Reggie Jackson gætu allir skipt um liðs næsta sólarhringinn. Vísir/Getty Framkvæmdastjórar fjölmargra NBA-liða eru nú á fullu að reyna að klára leikmannaskipti áður en félagaskiptaglugginn í NBA lokar um miðjan dag á morgun vestanhafs. Ýmsir kostir hafa verið nefndir og þykja liðin mis líkleg til þess að láta til skarar skríða. Í raun er hægt að skipta liðum í deildinni upp í þrjá flokka og ætti flokkaskiptingin að útskýra hegðun liðanna nú þegar glugginn er að lokast.Háloftafuglinn Terrence Ross gæti verið á leið frá Raptors.Vísir/Getty1. Lið sem ætla sér að taka titilinn Í þessum flokki má nánast nefna níu til tíu bestu liðin í Vesturdeildinni og síðan kannski fjögur efstu í Austurdeildinni. Þessi lið telja sig öll eiga einhverja möguleika á titlinum og eru að leita að síðasta púslinu. Fæst liðin eiga þó einhverja raunverulega kosti í stöðunni. Oklahoma City Thunder ætti að teljast líklegast úr þessum hópi til þess að taka þátt í stórum leikmannaskiptum. Reggie Jackson, sem hefur leikið glimrandi vel með liðinu í vetur, er sagður hafa farið fram á að sér verði skipt áður en glugginn lokar. Jackson vill víst komast í lið þar sem hann fær stærra hlutverk, en í Thunder-liðinu er hann heldur aftarlega í goggunarröðinni, sér í lagi vegna þess að þar eru Kevin Durant og Russell Westbrook við stýrið, með Serge Ibaka og Dion Waiters skammt fyrir aftan. Thunder getur sett Kendrick Perkins með Jackson í skiptunum og þannig búið til pakka sem einhver lið gætu sætt sig við. Samningur Perkins rennur út að loknu tímabilinu sem er ákjósanlegt fyrir lið sem vilja skapa sér pláss undir launaþakinu. Lið Phoenix Suns hefur einnig verið nefnt til sögunnar þegar það kemur að leikmannaskiptum. Liðið hefur verið ótrúlega ferskt undanfarin tvö tímabil; spilað léttan og skemmtilegan bolta. Einn af máttarstólpum liðsins gæti þó verið á leið þaðan. Goran Dragic er sagður vera á leið frá Suns, því samningur hans er að renna út. Hinn ungi framkvæmdastjóri Suns, Ryan McDonough þarf líklega að skipta honum frá sér. Dragic er sagður ósáttur með uppsetningu liðsins, en í liðinu eru þeir Eric Bledsoe og Isaiah Thomas í leikstjórnandastöðunum. Umboðsmaður Dragic, Bill Duffy (sem einnig er umboðsmaður Jóns Arnórs Stefánssonar og Steve Nash) hefur, samkvæmt Adrian Wojnarowski, blaðamanni Yahoo, lagt fram lista yfir hvaða lið Dragic vill fara til. Þau munu vera Los Angeles Lakers, Miami Heat og New York Knicks. Nýjustu fregnir herma þó að Dragic gæti verið tilbúinn að fara til annarra liða og hafa Boston Celtics, Houston Rockets og Sacramento Kings verið sögð áhugasöm um að fá Dragic. Áhættan er þó alltaf sú að hann fari að tímabilinu loknu, enda samningslaus. Toronto Raptors er lið sem gæti gert usla á leikmannamarkaðinum, næsta sólarhringinn. Óvíst er hvað hinn hátt skrifaði framkvæmdastjóri Raptors, Masai Ujiri ætlar sér að gera. Liðið hefur ekkert sérstaklega mörg spil á hendi þegar það kemur að skiptum, en stjörnublaðamaðurinn Zach Lowe hélt því fram í hlaðvarpi á Grantland-vefsíðunni, að liðið væri tilbúið að hlusta á tilboð í Terrence Ross, sem hefur sýnt flotta takta en kannski skort staðfestu í sinn leik. Raptors vantar stóran mann sem getur varið körfuna og leikmann sem getur dekkað sterka vængmenn á borð við LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru sagðir vera að skoða David West, Kenneth Faried, Kevin Garnett, Taj Gibson og Nicolas Batum. Önnur lið í hópi bestu liða deildarinnar eru ólíkleg til þess að gera stór skipti. Los Angeles Clippers þyrftu að ná sér í breidd í vængstöðurnar. Þeir eiga þó ekki mikið af leikmönnum sem þeir geta skipt og gera reglur launaþaksins þeim svolítið erfitt fyrir að bæta við leikmönnum. Þeir eru taldir líklegastir til þess að ná gamla naglanum Tayshaun Prince, verði hann leystur undan samningi hjá Boston Celtics.Dallas Mavericks náði Amaré Stoudamire eftir að hann var keyptur út af Knicks. Ástæðan fyrir því að lið kaupa leikmenn eins og Amaré eða Prince út er að reyndir leikmenn eru gjarnan tilbúnir til þess að gefa eftir hluta af launum sínum ef þeir fá möguleika á að ganga til liðs við meistaraefni. Portland Trail Blazers, Golden State Warriors og Houston Rockets gætu reynt að bæta við sig leikmönnum. Liðin eiga þó ekkert sérstaklega marga kosti í stöðunni, án þess að breyta róteringunni sinni tilfinnanlega, sem er eitthvað sem forráðamenn liða reyna að forðast á þessum hluta tímabilsins. David Lee gæti þó farið frá Warriors, til þess að minnka launakostnað á næsta tímabili, en það er ólíklegt, því Lee spilar of stóra rullu í liðinu til þess að það geti misst hann og þegar lið eru komin svona nálægt titlinum eins og Warriors eru eigendurnir yfirleitt tilbúnari að eyða meiri pening í launakostnað.Framkvæmdastjórinn Danny Ainge og þjálfarinn Brad Stevens stýra hlutunum hjá Boston Celtics. Þeir gætu valið að næla sér í stjörnu nú rétt áður en glugginn lokar.Vísir/Getty2. Lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Þegar lið í NBA eru að berjast um miðja deild þurfa þau að hugsa sig um; Er viljinn að reyna að komast inn í úrslitakeppnina og etja kappi við bestu lið deildarinnar eða vilja stjórnendur ná sér í betri stöðu í lottóinu um valréttina. Nöfn liðanna sem ekki komast í úrslitakeppnina eru sett í pott og svo dregið hver fær fyrsta valrétt (eftir því sem liðin enda neðar, þeim mun meiri líkur eru á að þau fái fyrsta valréttinn). Nokkur lið í NBA eru á þessum krossgötum. Sum eru á leiðinni upp töfluna, en önnur niður. Sum eru að leitast við að bæta við sig leikmönnum. Önnur að reyna að losa leikmenn. Lang líklegasta liðið til þess að vera með einhver læti næsta sólarhringinn er Boston Celtics. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins og fyrrum biskup mormónakirkjunnar sinnar, hefur safnað sér svo mikið af valréttum næstu árin að hann hefur sett met (að öllum líkindum). Hann er með 26 valrétti í nýliðavalinu næstu fimm árin. Ainge hefur skipt máttastólpum liðsins út undanfarið. Paul Pierce, Kevin Garnett og Rajon Rondo var öllum skipt fyrir yngri leikmenn og valrétti. Meira að segja þjálfaranum Doc Rivers var skipt til Clippers fyrir valrétti. Allt hefur verið falt í Boston, fyrir rétta verðið. Ainge er nú á krossgötunum sem talað var um hér að ofan. Hann gæti skipt út einhverjum af valréttunum sínum og einum af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum liðsins í fyrir stjörnu að einhverju tagi. Dragic hefur verið nefndur, auk Isaiah Thomas, en McDonough hjá Suns starfaði eitt sinn fyrir Ainge og þekkjast þeir vel. Þeir eru meira að segja búnir að gera ein skipti í vetur, þegar Brandon Wright fór frá Celtics til Suns í skiptum fyrir ...já... valrétt. Ainge gæti þó líka valið að skipta út einhverjum af eldri leikmönnum liðsins, eða borgað Tayshaun Prince fyrir að leita annað, en Prince hefur reyndar leikið mjög vel undir stjórn hins efnilega þjálfara, Brad Stevens. Indiana Pacers er á skrítnum stað. Liðið hefur leikið án stórstjörnunnar Paul George í vetur, eftir að hann meiddist illa með bandaríska landsliðinu. Í hinni veiku Austurdeild er liðið þó í séns á að ná inn í úrslitakeppnina. Óvíst er hvaða kostir eru í stöðunni. Svo gæti farið að liðið velji að senda frá sér sterka leikmenn á stórum samningum, til þess að skapa pláss undir launaþakinu. Áðurnefndur David West og leikstjórnandinn geðþekki, George Hill, gæti farið frá liðinu. Larry Bird, hæstráðandi hjá Pacers, er sagður hafa augastað á Goran Dragic og vill reyna að lokka hann til sín á frjálsri sölu í sumar. Brooklyn Nets teljast í þessum flokki, en þar á bæ vilja menn víst helst losna við stóra samninga. Rússneski eigandi liðsins, Mikhail Prokhorov, er sagður reyna að selja liðið og vill reyna að draga saman seglin, eftir að hafa eytt um efni fram. Framtíð liðsins er vægast sagt myrkri sveipuð. Félagið hefur skipt út valréttunum næstu árin og á Boston Celtics tvo þeirra algjörlega óvarða, sem er óvanalegt. Yfirleitt baktryggja lið sig, sem skipta valréttum frá sér, með því að setja klásúlur í samninga um að valréttinum verði ekki skipt sé hann ein af tíu fyrstu, fimm fyrstu eða þar fram eftir götunum. Stjórnendur Nets voru svo ólmir að fá Paul Pierce og Kevin Garnett að þeir skiptu valréttunum frá sér án þess að setja slík skilyrði. Nets gætu losað sig við Brook Lopez, Joe Johnson eða Deron Williams. Vandamálið er að fáir vilja taka við samningunum þeirra. Lopez er þó líklegastur, enda kannski mestar líkurnar á því að hann geti haft áhrif á lið í baráttu um titil. Thunder var víst nálægt því að klófesta Lopez í skiptum fyrir, meðal annars, Kendrick Perkins og Reggie Jackson fyrir skömmu. Enn er ekki öll nótt úti með þau skipti og verður spennandi að sjá hvað gerist hjá Nets. Önnur lið gætu verið að höttunum eftir leikmönnum. Bæði Charlotte Hornets og Detroit Pistons eru að leita að leikstjórnendum til að fylla í skarðið fyrir meidda menn. Kemba Walker, hjá Charlotte, er væntanlegur aftur á parketið innan skamms, en Brandon Jennings sleit hásin og mun ekki leika fyrir Pistons aftur á leiktíðinni. Hornets er sagt vera að leita leiða til að skipta Lance Stephenson í burtu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum. Hinn þaulreyndi framkvæmdastjóri, Pat Riley hjá Miami Heat, er sagður velta fyrir sér hvað hann eigi til bragðs að taka. Liðið er ekki líklegt til afreka í úrslitakeppninni og því gæti Riley ákveðið að hvíla Dwyane Wade og Chris Bosh út tímabilið. Heat liðið skipti frá sér valréttinum sínum í ár, en Riley hafði hyggjuvitið með sér í skiptunum og varði valréttinn, þannig að Heat heldur honum verði hann einn af tíu efstu. Liðið þarf því að byrja að tapa nokkrum leikjum ef það vill halda valréttinum. Milwaukee Bucks hefur komið á óvart í vetur, undir stjórn Jason Kidd. Liðið gæti reynt að fá til sín Reggie Jackson og þá í skiptum fyrir Jarryd Bayless eða John Henson (ekki skyldur Halldóri Einarssyni). Báðir kapparnir gætu hjálpað Thunder í baráttunni um titilinn.Hinn tröllvaxni Enes Kanter vill skipta um lið, en hann mætir væntanlega Íslendingum á EM í sumar.Vísir/Getty3. Liðin í kjallaranum Vegna þess hve slök Austurdeildin er, teljast fleiri lið vera í séns á að ná úrslitakeppninni þeim megin. Þess vegna eru fleiri í Vesturdeildinni sem eru í kjallaranum; sem eiga ekki möguleika á því að ná inn í úrslitakeppnina. Nokkur þeirra gætu reynt að losa sig við stóra samninga og eru nú þegar farin að huga að næsta tímabili. Hjá Philadelphia 76ers virðast menn alltaf vera að horfa til næsta tímabils. Félagið er í langri en - að því er virðist - nokkuð vel skipulagðri uppbyggingu þar sem leitast er við að safna valréttum og ungum leikmönnum. Félagið virðist alltaf tilbúið að taka þátt í skiptum og taka stutta samninga á sig í skiptum fyrir valrétti. Utah Jazz þykir nokkuð líklegt að skipta núna næsta sólarhringinn. Allavega virðist sem Enes Kanter, tyrkneska tröllið, sé á leið frá félaginu. Það er að segja, ef hann fær að ráða. Kanter gæti farið til Bucks eða Celtics, en Jazz-liðið vill fá eitthvað bitastætt í skiptum fyrir þennan efnilega leikmann. Það gæti reynst þrautinni þyngri, því samningur hans rennur út í sumar og því gætu lið veigrað sér við því að láta eitthvað gott í staðinn fyrir hann, því hann gæti farið á frjálsri sölu í sumar. Orlando Magic gæti skipt Andrew Nicholson eða Moe Harkless frá sér, til þess að búa til mínútur fyrir aðra stóra menn hjá liðinu. Hinn ungi framkvæmdastjóri Magic, Rob Hennigan, er yfirleitt opinn fyrir skiptum, sérstaklega þar sem liðið er ekki í keppni um titla í ár. Minnesota Timberwolves gæti misst bakvörð Kevin Martin frá sér. Flip Saunders, þjálfari og hæstráðandi hjá Wolves, gæti viljað losna við Martin til þess að búa til mínútur fyrir efnilega vængmenn eins og troðslumeistarann Zach Lavine og líklegan nýliða ársins, Andrew Wiggins.Nánast allir leikmenn Denver Nuggets gætu farið frá liðinu. Landsliðsmaðurinn Kenneth Faried, Javale McGee og meira að segja stjarnan Ty Lawson gæti farið í skiptum. Líklegastur til að fara er þó líklegast Wilson Chandler, enda gæti hann hjálpað mörgum liðum; líkamlega sterkur og getur sett niður langskot. Arron Afflalo þykir einnig líklegur til að fara, enda nokkuð lunkinn varnarmaður sem getur sett þristana sína. Svipaður og Chandler, nema meiri skotbakvörður og líklega færari varnarmaður. Líklegt er að öll liðin í kjallarnum séu tilbúin að senda frá sér leikmenn, sérstaklega ef það þýðir að þau fái meira pláss undir launaþakinu næsta sumar. Þá hækkar launaþakið talsvert, vegna þess að tekjur deildarinnar eru að aukast. Þakið mun hækka mjög mikið á næstu árum vegna nýs sjónvarpssamnings, þess stærsta í sögunni. Mikill fjöldi liða ætlar að nýta sér það með því að búa til pláss fyrir stór nöfn, enda eru margar af stærstu stjörnum NBA með lausa samninga næstu tvö sumrin, þar á meðal LeBron James og Kevin Durant. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Framkvæmdastjórar fjölmargra NBA-liða eru nú á fullu að reyna að klára leikmannaskipti áður en félagaskiptaglugginn í NBA lokar um miðjan dag á morgun vestanhafs. Ýmsir kostir hafa verið nefndir og þykja liðin mis líkleg til þess að láta til skarar skríða. Í raun er hægt að skipta liðum í deildinni upp í þrjá flokka og ætti flokkaskiptingin að útskýra hegðun liðanna nú þegar glugginn er að lokast.Háloftafuglinn Terrence Ross gæti verið á leið frá Raptors.Vísir/Getty1. Lið sem ætla sér að taka titilinn Í þessum flokki má nánast nefna níu til tíu bestu liðin í Vesturdeildinni og síðan kannski fjögur efstu í Austurdeildinni. Þessi lið telja sig öll eiga einhverja möguleika á titlinum og eru að leita að síðasta púslinu. Fæst liðin eiga þó einhverja raunverulega kosti í stöðunni. Oklahoma City Thunder ætti að teljast líklegast úr þessum hópi til þess að taka þátt í stórum leikmannaskiptum. Reggie Jackson, sem hefur leikið glimrandi vel með liðinu í vetur, er sagður hafa farið fram á að sér verði skipt áður en glugginn lokar. Jackson vill víst komast í lið þar sem hann fær stærra hlutverk, en í Thunder-liðinu er hann heldur aftarlega í goggunarröðinni, sér í lagi vegna þess að þar eru Kevin Durant og Russell Westbrook við stýrið, með Serge Ibaka og Dion Waiters skammt fyrir aftan. Thunder getur sett Kendrick Perkins með Jackson í skiptunum og þannig búið til pakka sem einhver lið gætu sætt sig við. Samningur Perkins rennur út að loknu tímabilinu sem er ákjósanlegt fyrir lið sem vilja skapa sér pláss undir launaþakinu. Lið Phoenix Suns hefur einnig verið nefnt til sögunnar þegar það kemur að leikmannaskiptum. Liðið hefur verið ótrúlega ferskt undanfarin tvö tímabil; spilað léttan og skemmtilegan bolta. Einn af máttarstólpum liðsins gæti þó verið á leið þaðan. Goran Dragic er sagður vera á leið frá Suns, því samningur hans er að renna út. Hinn ungi framkvæmdastjóri Suns, Ryan McDonough þarf líklega að skipta honum frá sér. Dragic er sagður ósáttur með uppsetningu liðsins, en í liðinu eru þeir Eric Bledsoe og Isaiah Thomas í leikstjórnandastöðunum. Umboðsmaður Dragic, Bill Duffy (sem einnig er umboðsmaður Jóns Arnórs Stefánssonar og Steve Nash) hefur, samkvæmt Adrian Wojnarowski, blaðamanni Yahoo, lagt fram lista yfir hvaða lið Dragic vill fara til. Þau munu vera Los Angeles Lakers, Miami Heat og New York Knicks. Nýjustu fregnir herma þó að Dragic gæti verið tilbúinn að fara til annarra liða og hafa Boston Celtics, Houston Rockets og Sacramento Kings verið sögð áhugasöm um að fá Dragic. Áhættan er þó alltaf sú að hann fari að tímabilinu loknu, enda samningslaus. Toronto Raptors er lið sem gæti gert usla á leikmannamarkaðinum, næsta sólarhringinn. Óvíst er hvað hinn hátt skrifaði framkvæmdastjóri Raptors, Masai Ujiri ætlar sér að gera. Liðið hefur ekkert sérstaklega mörg spil á hendi þegar það kemur að skiptum, en stjörnublaðamaðurinn Zach Lowe hélt því fram í hlaðvarpi á Grantland-vefsíðunni, að liðið væri tilbúið að hlusta á tilboð í Terrence Ross, sem hefur sýnt flotta takta en kannski skort staðfestu í sinn leik. Raptors vantar stóran mann sem getur varið körfuna og leikmann sem getur dekkað sterka vængmenn á borð við LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru sagðir vera að skoða David West, Kenneth Faried, Kevin Garnett, Taj Gibson og Nicolas Batum. Önnur lið í hópi bestu liða deildarinnar eru ólíkleg til þess að gera stór skipti. Los Angeles Clippers þyrftu að ná sér í breidd í vængstöðurnar. Þeir eiga þó ekki mikið af leikmönnum sem þeir geta skipt og gera reglur launaþaksins þeim svolítið erfitt fyrir að bæta við leikmönnum. Þeir eru taldir líklegastir til þess að ná gamla naglanum Tayshaun Prince, verði hann leystur undan samningi hjá Boston Celtics.Dallas Mavericks náði Amaré Stoudamire eftir að hann var keyptur út af Knicks. Ástæðan fyrir því að lið kaupa leikmenn eins og Amaré eða Prince út er að reyndir leikmenn eru gjarnan tilbúnir til þess að gefa eftir hluta af launum sínum ef þeir fá möguleika á að ganga til liðs við meistaraefni. Portland Trail Blazers, Golden State Warriors og Houston Rockets gætu reynt að bæta við sig leikmönnum. Liðin eiga þó ekkert sérstaklega marga kosti í stöðunni, án þess að breyta róteringunni sinni tilfinnanlega, sem er eitthvað sem forráðamenn liða reyna að forðast á þessum hluta tímabilsins. David Lee gæti þó farið frá Warriors, til þess að minnka launakostnað á næsta tímabili, en það er ólíklegt, því Lee spilar of stóra rullu í liðinu til þess að það geti misst hann og þegar lið eru komin svona nálægt titlinum eins og Warriors eru eigendurnir yfirleitt tilbúnari að eyða meiri pening í launakostnað.Framkvæmdastjórinn Danny Ainge og þjálfarinn Brad Stevens stýra hlutunum hjá Boston Celtics. Þeir gætu valið að næla sér í stjörnu nú rétt áður en glugginn lokar.Vísir/Getty2. Lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Þegar lið í NBA eru að berjast um miðja deild þurfa þau að hugsa sig um; Er viljinn að reyna að komast inn í úrslitakeppnina og etja kappi við bestu lið deildarinnar eða vilja stjórnendur ná sér í betri stöðu í lottóinu um valréttina. Nöfn liðanna sem ekki komast í úrslitakeppnina eru sett í pott og svo dregið hver fær fyrsta valrétt (eftir því sem liðin enda neðar, þeim mun meiri líkur eru á að þau fái fyrsta valréttinn). Nokkur lið í NBA eru á þessum krossgötum. Sum eru á leiðinni upp töfluna, en önnur niður. Sum eru að leitast við að bæta við sig leikmönnum. Önnur að reyna að losa leikmenn. Lang líklegasta liðið til þess að vera með einhver læti næsta sólarhringinn er Boston Celtics. Danny Ainge, framkvæmdastjóri liðsins og fyrrum biskup mormónakirkjunnar sinnar, hefur safnað sér svo mikið af valréttum næstu árin að hann hefur sett met (að öllum líkindum). Hann er með 26 valrétti í nýliðavalinu næstu fimm árin. Ainge hefur skipt máttastólpum liðsins út undanfarið. Paul Pierce, Kevin Garnett og Rajon Rondo var öllum skipt fyrir yngri leikmenn og valrétti. Meira að segja þjálfaranum Doc Rivers var skipt til Clippers fyrir valrétti. Allt hefur verið falt í Boston, fyrir rétta verðið. Ainge er nú á krossgötunum sem talað var um hér að ofan. Hann gæti skipt út einhverjum af valréttunum sínum og einum af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum liðsins í fyrir stjörnu að einhverju tagi. Dragic hefur verið nefndur, auk Isaiah Thomas, en McDonough hjá Suns starfaði eitt sinn fyrir Ainge og þekkjast þeir vel. Þeir eru meira að segja búnir að gera ein skipti í vetur, þegar Brandon Wright fór frá Celtics til Suns í skiptum fyrir ...já... valrétt. Ainge gæti þó líka valið að skipta út einhverjum af eldri leikmönnum liðsins, eða borgað Tayshaun Prince fyrir að leita annað, en Prince hefur reyndar leikið mjög vel undir stjórn hins efnilega þjálfara, Brad Stevens. Indiana Pacers er á skrítnum stað. Liðið hefur leikið án stórstjörnunnar Paul George í vetur, eftir að hann meiddist illa með bandaríska landsliðinu. Í hinni veiku Austurdeild er liðið þó í séns á að ná inn í úrslitakeppnina. Óvíst er hvaða kostir eru í stöðunni. Svo gæti farið að liðið velji að senda frá sér sterka leikmenn á stórum samningum, til þess að skapa pláss undir launaþakinu. Áðurnefndur David West og leikstjórnandinn geðþekki, George Hill, gæti farið frá liðinu. Larry Bird, hæstráðandi hjá Pacers, er sagður hafa augastað á Goran Dragic og vill reyna að lokka hann til sín á frjálsri sölu í sumar. Brooklyn Nets teljast í þessum flokki, en þar á bæ vilja menn víst helst losna við stóra samninga. Rússneski eigandi liðsins, Mikhail Prokhorov, er sagður reyna að selja liðið og vill reyna að draga saman seglin, eftir að hafa eytt um efni fram. Framtíð liðsins er vægast sagt myrkri sveipuð. Félagið hefur skipt út valréttunum næstu árin og á Boston Celtics tvo þeirra algjörlega óvarða, sem er óvanalegt. Yfirleitt baktryggja lið sig, sem skipta valréttum frá sér, með því að setja klásúlur í samninga um að valréttinum verði ekki skipt sé hann ein af tíu fyrstu, fimm fyrstu eða þar fram eftir götunum. Stjórnendur Nets voru svo ólmir að fá Paul Pierce og Kevin Garnett að þeir skiptu valréttunum frá sér án þess að setja slík skilyrði. Nets gætu losað sig við Brook Lopez, Joe Johnson eða Deron Williams. Vandamálið er að fáir vilja taka við samningunum þeirra. Lopez er þó líklegastur, enda kannski mestar líkurnar á því að hann geti haft áhrif á lið í baráttu um titil. Thunder var víst nálægt því að klófesta Lopez í skiptum fyrir, meðal annars, Kendrick Perkins og Reggie Jackson fyrir skömmu. Enn er ekki öll nótt úti með þau skipti og verður spennandi að sjá hvað gerist hjá Nets. Önnur lið gætu verið að höttunum eftir leikmönnum. Bæði Charlotte Hornets og Detroit Pistons eru að leita að leikstjórnendum til að fylla í skarðið fyrir meidda menn. Kemba Walker, hjá Charlotte, er væntanlegur aftur á parketið innan skamms, en Brandon Jennings sleit hásin og mun ekki leika fyrir Pistons aftur á leiktíðinni. Hornets er sagt vera að leita leiða til að skipta Lance Stephenson í burtu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum. Hinn þaulreyndi framkvæmdastjóri, Pat Riley hjá Miami Heat, er sagður velta fyrir sér hvað hann eigi til bragðs að taka. Liðið er ekki líklegt til afreka í úrslitakeppninni og því gæti Riley ákveðið að hvíla Dwyane Wade og Chris Bosh út tímabilið. Heat liðið skipti frá sér valréttinum sínum í ár, en Riley hafði hyggjuvitið með sér í skiptunum og varði valréttinn, þannig að Heat heldur honum verði hann einn af tíu efstu. Liðið þarf því að byrja að tapa nokkrum leikjum ef það vill halda valréttinum. Milwaukee Bucks hefur komið á óvart í vetur, undir stjórn Jason Kidd. Liðið gæti reynt að fá til sín Reggie Jackson og þá í skiptum fyrir Jarryd Bayless eða John Henson (ekki skyldur Halldóri Einarssyni). Báðir kapparnir gætu hjálpað Thunder í baráttunni um titilinn.Hinn tröllvaxni Enes Kanter vill skipta um lið, en hann mætir væntanlega Íslendingum á EM í sumar.Vísir/Getty3. Liðin í kjallaranum Vegna þess hve slök Austurdeildin er, teljast fleiri lið vera í séns á að ná úrslitakeppninni þeim megin. Þess vegna eru fleiri í Vesturdeildinni sem eru í kjallaranum; sem eiga ekki möguleika á því að ná inn í úrslitakeppnina. Nokkur þeirra gætu reynt að losa sig við stóra samninga og eru nú þegar farin að huga að næsta tímabili. Hjá Philadelphia 76ers virðast menn alltaf vera að horfa til næsta tímabils. Félagið er í langri en - að því er virðist - nokkuð vel skipulagðri uppbyggingu þar sem leitast er við að safna valréttum og ungum leikmönnum. Félagið virðist alltaf tilbúið að taka þátt í skiptum og taka stutta samninga á sig í skiptum fyrir valrétti. Utah Jazz þykir nokkuð líklegt að skipta núna næsta sólarhringinn. Allavega virðist sem Enes Kanter, tyrkneska tröllið, sé á leið frá félaginu. Það er að segja, ef hann fær að ráða. Kanter gæti farið til Bucks eða Celtics, en Jazz-liðið vill fá eitthvað bitastætt í skiptum fyrir þennan efnilega leikmann. Það gæti reynst þrautinni þyngri, því samningur hans rennur út í sumar og því gætu lið veigrað sér við því að láta eitthvað gott í staðinn fyrir hann, því hann gæti farið á frjálsri sölu í sumar. Orlando Magic gæti skipt Andrew Nicholson eða Moe Harkless frá sér, til þess að búa til mínútur fyrir aðra stóra menn hjá liðinu. Hinn ungi framkvæmdastjóri Magic, Rob Hennigan, er yfirleitt opinn fyrir skiptum, sérstaklega þar sem liðið er ekki í keppni um titla í ár. Minnesota Timberwolves gæti misst bakvörð Kevin Martin frá sér. Flip Saunders, þjálfari og hæstráðandi hjá Wolves, gæti viljað losna við Martin til þess að búa til mínútur fyrir efnilega vængmenn eins og troðslumeistarann Zach Lavine og líklegan nýliða ársins, Andrew Wiggins.Nánast allir leikmenn Denver Nuggets gætu farið frá liðinu. Landsliðsmaðurinn Kenneth Faried, Javale McGee og meira að segja stjarnan Ty Lawson gæti farið í skiptum. Líklegastur til að fara er þó líklegast Wilson Chandler, enda gæti hann hjálpað mörgum liðum; líkamlega sterkur og getur sett niður langskot. Arron Afflalo þykir einnig líklegur til að fara, enda nokkuð lunkinn varnarmaður sem getur sett þristana sína. Svipaður og Chandler, nema meiri skotbakvörður og líklega færari varnarmaður. Líklegt er að öll liðin í kjallarnum séu tilbúin að senda frá sér leikmenn, sérstaklega ef það þýðir að þau fái meira pláss undir launaþakinu næsta sumar. Þá hækkar launaþakið talsvert, vegna þess að tekjur deildarinnar eru að aukast. Þakið mun hækka mjög mikið á næstu árum vegna nýs sjónvarpssamnings, þess stærsta í sögunni. Mikill fjöldi liða ætlar að nýta sér það með því að búa til pláss fyrir stór nöfn, enda eru margar af stærstu stjörnum NBA með lausa samninga næstu tvö sumrin, þar á meðal LeBron James og Kevin Durant.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira