Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai 1. febrúar 2015 13:30 Það var gaman að fylgjast með McIlroy um helgina. Getty Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira