Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2015 21:45 Haraldur Sigurðsson bendir í átt til Hrappseyjar, sem liggur undan Stykkishólmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri. Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.
Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira