Innlent

Stjórnendur ÍTR funduðu með starfsmönnum Hins hússins í morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Enginn tók á móti stúlkunni og ekki uppgötvaðist að hún væri týnd fyrr en hún átti að vera komin heim.
Enginn tók á móti stúlkunni og ekki uppgötvaðist að hún væri týnd fyrr en hún átti að vera komin heim. Vísir/GVA
ÍTR og Hitt húsið funduðu í morgun um mál átján ára þroskaskertrar stúlku sem týndist í gær eftir að hún skilaði sér ekki í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur eftir að henni hafði verið ekið þangað ásamt sjö öðrum með ferðaþjónutu fatlaðra.



Framkvæmdastjóri verktakans sem sinnti akstrinum gagnrýndi Hitt húsið í samtali við Vísi í gærkvöldi og sagðist vona að verkferlar þar yrðu líka teknir til endurskoðunar. Enginn starfsmaður frá Hinu húsinu tók á móti stúlkunni.

„Ég er kannski með tvo eða þrjá hjólastóla þegar ég fer með farþega þarna niður í Hitt hús og með fullan bíl af krökkum. Svo er ég einn að reyna kannski að klöngrast liðinu niður, kannski átta einstaklingum. Það gefur auga leið að það verða báðir aðilar að spila með og mér finnst Hitt húsið komast mjög léttvægt frá þessu,“ sagði Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um aksturinn í gær.




Ekki uppgötvaðist um að stúlkan væri týnd fyrr en hún skilaði sér ekki heim um klukkan fjögur í gær. Engar athugasemdir voru gerðar við að stúlkan væri ekki stödd í Hinu húsinu og, samkvæmt heimildum Vísis, héldu starfsmenn að stúlkan ætlaði ekki að mæta í gær.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×