Baráttan um merkingu orðanna í stjórnmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira