Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 08:49 Efnin bárust í neysluvatn frá flugvelli eyjarinnar. Getty/Matt Cardy Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið. Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Jersey er eitt af yfirráðasvæðum Bretlands á Ermasundi en lýtur sjálfstjórn. Neysluvatnið mengaðist í tengslum við notkun eldhamlandi froðu á flugvelli eyjarinnar, en hún inniheldur PFAS og er framleidd af bandaríska fyrirtækinu 3M. PFSA (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) er fjölskylda yfir 10.000 efna sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera notuð vegna eiginleika þeirra til að hrinda frá sér vatni og fitu. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og hafa verið tengd við ónæmisbrest, skjaldkirtilssjúkdóma og nýrna- og þvagblöðrukrabbamein. „Ég vil þetta bara úr líkamanum. Ég vil ekki fá þvagblöðrukrabbamein,“ hefur Guardian eftir Söruh Simon, íbúa Jersey sem hefur mælst með mikið magn PFSA í blóðinu. Ráðgjafanefnd sérfræðinga, sem skipuð var af stjórnvöldum, hefur lagt til að íbúum verði boðið upp á blóðtöku, sem felur í sér að hóflegt magn blóðs er tekið úr líkamanum. Blóðið endurnýjar sig í kjölfarið en blóðtakan er endurtekin þar til ástandið er talið viðunandi. Nefndin hefur einnig lagt til að lyfið cholestyramine verði notað en rannsóknir sýna að það dregur fljótar úr magni PFSA í líkamanum. Það er einnig kostnaðarminna en getur haft aukaverkanir í för með sér. Efnin fundust fyrst í neysluvatninu rétt fyrir aldamót og í kjölfarið hætti 3M framleiðslu froðunnar. Íbúar á áhrifasvæðum flugvallarins hafa gagnrýnt það harðlega að hafa verið látnir drekka vatnið fram til 2006 en rannsóknir hafa sýnt að 70 prósent íbúa eru með hættulega mikið magn PFSA í blóðinu. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira