Memphis stöðvaði Atlanta - Ást í loftinu hjá Cleveland | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 07:30 Marc Gasol átti flottan leik fyrir Memphis. vísir/epa Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira