Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 16:47 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur hér við bikarnum. Vísir/Ernir Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira