Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2015 22:16 Friðrik Dór var í Sæmundarskóla í Grafarholti í morgun þar sem hann spilaði fyrir um fimm hundruð börn. Vísir/Ernir „Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“ Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37
Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15
Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02