Meistaraverk Schevings falið bak við leikmynd Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2015 10:25 Menningarverðmætum er ekki sýndur mikill sómi, ef litið er til þess að eitt öndvegisverk íslenskrar listasögu má híma bak við leikmynd Gettu betur. Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin? Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin?
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira