Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 13:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42
Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00