Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 12:34 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/GVA „Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
„Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30