Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 16:30 Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti