Snorri Steinn: Smá hnútur í maganum Arnar Björnsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson lék lengi í Danmörku og þekkir vel til mótherjanna sem hann þarf að eiga við á morgun. Á HM 2007 skoraði Snorri 15 mörk í frábærum handboltaleik gegn Dönum. Ísland mætir Dönum í kvöld klukkan 18.00. „Það eru ekki bara góðar minningar úr þeim leik því við töpuðum honum í 8-liða úrslitum og vorum grátlega nálægt því að fara í undanúrslit. Ég vona að leikurinn annað kvöld verði spennandi, góður handboltaleikur. Þetta eru bæði mjög góð handboltalið ef þau hitta á góðan dag,“ segir Snorri. „Það hefur verið smá rússibani í þessu hjá okkur og það vita allir hvernig leikurinn fer ef við spilum eins og á móti Tékkum. Það var léttir að komast í 16 liða úrslitin og gott að vera komnir áfram.“ „Pressan er á Dönum því það yrði mikið áfall fyrir þá ef þeir falla úr keppni. Auðvitað verðum við fúlir ef við töpum en við höfum sýnt það að við geta strítt bestu liðunum. Ef við hittum á góðan leik þá held ég að leikurinn verði spennandi.“ Þú spilaðir lengi í Danmörku og þekkir nánast alla í danska liðinu. Hvernig strákar eru þetta? „Þetta eru allt frábærir karakterar, góðir drengir og það var yndislegt að spila með þeim öllum. Ég get ekki sagt þér neitt leiðinlegt um neinn af þeim. Þetta eru miklir íþróttamenn og vilja mikið. Þeir eru svipaðir og við. Þeir eru hérna til þess að vinna gullið“. Þú hefur margoft flutt langa fyrirlestra í leikhléum íslenska liðsins, Gummi komst ekkert að? „Maður tekur alltaf eftir Gumma, hann er skoppandi eins og brjálaður maður á hliðarlínunni. Þegar leikurinn byrjar er þetta eitthvað sem maður pælir í. Þetta er meiri höfuðverkur þjálfaranna því þeir þekkja hvor annan betur en aðra þjálfara. Ég held að Danirnir gætu komið með fullt af hlutum gegn okkur og við þurfum að búa okkur undir þetta allt og lesa leikinn á meðan honum stendur“. Ertu kvíðinn eða spenntur? „Nei ég er langt frá því að vera kvíðinn alla vegana ennþá en það verður náttúrulega smá hnútur í maganum á morgun en meira spenningur. Það er alltaf skemmtilegt að spila svona leiki því þetta er bara bikarleikur. Við höfum allt að vinna því við erum litla liðið og það hefur oft hentað okkur ágætlega. Það breytir því ekki að við ætlum í þennan leik til að vinna, annað yrði bara vonbrigði.“ Allt viðtalið má sjá í viðtalinu hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15 Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék lengi í Danmörku og þekkir vel til mótherjanna sem hann þarf að eiga við á morgun. Á HM 2007 skoraði Snorri 15 mörk í frábærum handboltaleik gegn Dönum. Ísland mætir Dönum í kvöld klukkan 18.00. „Það eru ekki bara góðar minningar úr þeim leik því við töpuðum honum í 8-liða úrslitum og vorum grátlega nálægt því að fara í undanúrslit. Ég vona að leikurinn annað kvöld verði spennandi, góður handboltaleikur. Þetta eru bæði mjög góð handboltalið ef þau hitta á góðan dag,“ segir Snorri. „Það hefur verið smá rússibani í þessu hjá okkur og það vita allir hvernig leikurinn fer ef við spilum eins og á móti Tékkum. Það var léttir að komast í 16 liða úrslitin og gott að vera komnir áfram.“ „Pressan er á Dönum því það yrði mikið áfall fyrir þá ef þeir falla úr keppni. Auðvitað verðum við fúlir ef við töpum en við höfum sýnt það að við geta strítt bestu liðunum. Ef við hittum á góðan leik þá held ég að leikurinn verði spennandi.“ Þú spilaðir lengi í Danmörku og þekkir nánast alla í danska liðinu. Hvernig strákar eru þetta? „Þetta eru allt frábærir karakterar, góðir drengir og það var yndislegt að spila með þeim öllum. Ég get ekki sagt þér neitt leiðinlegt um neinn af þeim. Þetta eru miklir íþróttamenn og vilja mikið. Þeir eru svipaðir og við. Þeir eru hérna til þess að vinna gullið“. Þú hefur margoft flutt langa fyrirlestra í leikhléum íslenska liðsins, Gummi komst ekkert að? „Maður tekur alltaf eftir Gumma, hann er skoppandi eins og brjálaður maður á hliðarlínunni. Þegar leikurinn byrjar er þetta eitthvað sem maður pælir í. Þetta er meiri höfuðverkur þjálfaranna því þeir þekkja hvor annan betur en aðra þjálfara. Ég held að Danirnir gætu komið með fullt af hlutum gegn okkur og við þurfum að búa okkur undir þetta allt og lesa leikinn á meðan honum stendur“. Ertu kvíðinn eða spenntur? „Nei ég er langt frá því að vera kvíðinn alla vegana ennþá en það verður náttúrulega smá hnútur í maganum á morgun en meira spenningur. Það er alltaf skemmtilegt að spila svona leiki því þetta er bara bikarleikur. Við höfum allt að vinna því við erum litla liðið og það hefur oft hentað okkur ágætlega. Það breytir því ekki að við ætlum í þennan leik til að vinna, annað yrði bara vonbrigði.“ Allt viðtalið má sjá í viðtalinu hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15 Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13
Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45
Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00
Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Danir munu ekki koma strákunum okkar á óvart í kvöld með Guðmund Guðmundsson í brúnni. 26. janúar 2015 10:15
Mikkel Hansen: Veit ekki hvort Guðmundur sé stressaður Ein besta skytta heims segir það alltaf erfitt að spila gegn íslenska landsliðinu í handbola. Liðin mætast í kvöld. 26. janúar 2015 11:30