Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2015 11:52 Eiríkur Bergmann Einarsson segir það athyglisverða vera að hinir nýju ríkisstjórnarflokkar beinlínis hafa verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. Vísir/AP/Vilhelm „Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“ Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
„Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“
Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00
Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27
Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49