Erlent

Tsipras sver embættiseið

Atli Ísleifsson skrifar
Tsipras er fertugur að aldri og yngsti forsætisráðherra landsins í 150 ár.
Tsipras er fertugur að aldri og yngsti forsætisráðherra landsins í 150 ár. Vísir/AP
Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Karolos Papoulias Grikklandsforseta fyrr í dag.

Flokkur Tsipras vann stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur Tsipras greint frá því að flokkurinn muni mynda ríkisstjórn við hægri flokknum Sjálfstæðum Grikkjum. Búist er við að ný ríkisstjórn verði kynnt til sögunnar á morgun.

Í frétt Reuters kemur fram að athöfnin í dag haf verið látlaus og hafi bænir ekki komið við sögu líkt og tíðkast hefur.

Sérstaka athygli vakti að Tsipras var án bindis þegar hann sór eiðinn og hét hann forsetanum að hann nyti nægs stuðnings til að mynda ríkisstjórn.

Tsipras er fertugur að aldri og yngsti forsætisráðherra landsins í 150 ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×