Sigmundur kannast ekki við að vera með „spindoktora“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 16:22 Sigmundur sagðist vilja taka umræðu um aðstoðarmenn en kannaðist ekki við að þeir væru „spindoktora.“ Vísir/GVA „Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu. Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Sjá meira
„Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu.
Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Sjá meira