Innlent

Hanna Birna setjist ekki aftur á þing

Samúel Karl Ólason skrifar
„Málið er afar alvarlegt að mínum dómi og ég tel að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök.“
„Málið er afar alvarlegt að mínum dómi og ég tel að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök.“ VÍsir/Vilhelm
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, telur ráðlegt að Hanna Birna Kristjánsdóttir setjist ekki aftur á þing og að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins. Mikilvægast sé þó að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum.

„Málið er afar alvarlegt að mínum dómi og ég tel að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök,“ skrifar Elín á Facebook síðu sína. Hún segir að veigamestu mistök Hönnu Birnu hafi verið afskipti hennar af rannsókn lekamálsins, eins og fjallað sé um í áliti umboðsmanns Alþingis.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær um álit umboðsmanns, sem kynnt var fyrir helgi. Eftir fundinn sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telja að Hanna Birna ætti afturkvæmt á Alþingi.

„En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×