Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 19:18 Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira