Tvö stór mót á döfinni um helgina 28. janúar 2015 10:30 Hvernig formi ætli Woods verði í á nýju tímabili? AP/Getty Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira