Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 07:00 Patrick Grötzki, leikmaður þýska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen, og Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Hornamaðurinn Patrick Grötzki, leikmaður þýska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen, segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tapið gegn Katar á miðvikudagskvöld. Grötzki lét verja frá sér í tvígang á lokamínútum leiksins en það tryggði heimamönnum endanlega sigurinn í leiknum. Hið fjölþjóðlega lið Katars hafði þó leitt allan leikinn og spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Vonbrigðin eru engu að síður mikil eins og Grötzki sagði sjálfur við Vísi á hóteli þýska liðsins í Doha eftir blaðamannafund þeirra þýsku í gærmorgun.Sjá einnig: Gensheimer: Kúðruðum góðu tækifæri „Það er ekki einfalt að ætla að jafna sig á þessum leik á aðeins nokkrum klukkutímum,“ segir hann. „Ég verð bara að vera alveg heiðarlegur. Vonbrigðin voru gríðarlega mikil og nóttin var stutt hjá okkur öllum. En nú erum við komnir með nýtt markmið og það er stórt.“ Hann segir að liðið geti lært mikið af mistökum sínum. „Hver leikmaður fer í gegnum hvað hann hefði getað gert betur eftir svona leiki. Það er erfitt að komast yfir það og mistökin sem maður gerir. En ég held að við höfum allir öðlast mikilvæga reynslu sem mun koma okkur til góðs í framtíðinni.“Dagur Sigurðsson eftir leikinn á miðvikudag.Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir í dag Króatíu í fyrri leik sínum í umspilinu um sæti 5-8. Umspilið skiptir miklu máli enda komast liðin sem enda í 2.-7. sæti HM í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Aðeins einn leikmaður í hópnum hefur uppilfað það að keppa á Ólympíuleikum. Við viljum ólmir komast þangað og það mun gefa okkur kraft til að ná okkur aftur á strik eftir þessi vonbrigði.“Sjá einnig: Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Hann sagði að Dagur hafði lítið sagt eftir leikinn á miðvikudag. „Það var ekki mikið en þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir hann sjálfan. Við munum funda í dag þar sem við förum stuttlega yfir leikinn en hefja undirbúning fyrir næsta leik.“ „Við megum ekki gleyma því hvað við vorum búnir að gera í þessu móti og verðum að nýta það fyrir næstu leiki. Ég held að Dagur sé með það í huga líka.“Leikmenn Katar fagna sigrinum á Þjóðverjum.Vísir/Eva BjörkÞýskaland náði frábærum árangri á HM fyrir tveimur árum er liðið hafnaði í fimmta sæti. En annars hefur liðið átt erfitt uppdráttar og komst það hvorki inn á Ólympíuleikana í London 2012 né heldur EM í Danmörku 2014. Í raun átti liðið ekki að vera hér í Katar eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM í vor. En sem kunnugt er fékk Þýskaland keppnisrétt eftir að þátttökuréttur Ástralíu var afturkallaður. Grötzki segir að Dagur, sem tók við þýska landsliðinu í sumar, hafi náð að efla sjálfstraustið í þýska landsliðshópnum á þeim tíma sem hann hefur stýrt liðinu. „Hann hefur gefið okkur trú á okkar eigin getu. Hver leikmaður veit að hann skiptir miklu máli en að ekkert sé mikilvægara en liðsheildin. Dagur leggur mikla áherslu á það og því fær maður að kynnast á hverri einustu æfingu og í hvert sinn sem við ræðum saman. Það hefur hjálpað mikið til við sjálfstraust liðsins,“ segir hann.Sjá einnig: Brand og Baur lofa Dag í hástert Grötzki segir enn fremur að Dagur gefi leikmönnum líka svigrúm til að slaka á og ná áttum á milli æfinga og leikja. „Maður er mikið á hótelinu með leikmönnum og því er mjög gott að fá tíma út af fyrir sjálfan sig líka inn á milli. Dagur hefur náð að finna þetta jafnvægi sem þarf til.“ Þýskaland og Danmörk munu halda HM árið 2019 og hefur Degi það hlutverk nú að byggja upp lið sem getur orðið heimsmeistari á heimavelli. Miðað við frammistöðu liðsins á HM í Katar virðist liðið komið vel á veg en Grötzki efast ekki um að Dagur sé rétti maðurinn í verkið. „Hann er í fyrsta lagi ótrúlega góður þjálfari og hagar undirbúnigi sínum leiki afar vandlega. Þess fyrir utan hefur hver einasta stund á mótinu verið þaulhugsuð og undirbúin. Það hefur gert okkur kleift að standa okkur þegar á reynir.“ „Ég er hundrað prósent viss um að hann sé rétti maðurinn til að leiða okkur áfram næstu árin.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Hornamaðurinn Patrick Grötzki, leikmaður þýska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen, segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tapið gegn Katar á miðvikudagskvöld. Grötzki lét verja frá sér í tvígang á lokamínútum leiksins en það tryggði heimamönnum endanlega sigurinn í leiknum. Hið fjölþjóðlega lið Katars hafði þó leitt allan leikinn og spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Vonbrigðin eru engu að síður mikil eins og Grötzki sagði sjálfur við Vísi á hóteli þýska liðsins í Doha eftir blaðamannafund þeirra þýsku í gærmorgun.Sjá einnig: Gensheimer: Kúðruðum góðu tækifæri „Það er ekki einfalt að ætla að jafna sig á þessum leik á aðeins nokkrum klukkutímum,“ segir hann. „Ég verð bara að vera alveg heiðarlegur. Vonbrigðin voru gríðarlega mikil og nóttin var stutt hjá okkur öllum. En nú erum við komnir með nýtt markmið og það er stórt.“ Hann segir að liðið geti lært mikið af mistökum sínum. „Hver leikmaður fer í gegnum hvað hann hefði getað gert betur eftir svona leiki. Það er erfitt að komast yfir það og mistökin sem maður gerir. En ég held að við höfum allir öðlast mikilvæga reynslu sem mun koma okkur til góðs í framtíðinni.“Dagur Sigurðsson eftir leikinn á miðvikudag.Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir í dag Króatíu í fyrri leik sínum í umspilinu um sæti 5-8. Umspilið skiptir miklu máli enda komast liðin sem enda í 2.-7. sæti HM í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. „Aðeins einn leikmaður í hópnum hefur uppilfað það að keppa á Ólympíuleikum. Við viljum ólmir komast þangað og það mun gefa okkur kraft til að ná okkur aftur á strik eftir þessi vonbrigði.“Sjá einnig: Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Hann sagði að Dagur hafði lítið sagt eftir leikinn á miðvikudag. „Það var ekki mikið en þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir hann sjálfan. Við munum funda í dag þar sem við förum stuttlega yfir leikinn en hefja undirbúning fyrir næsta leik.“ „Við megum ekki gleyma því hvað við vorum búnir að gera í þessu móti og verðum að nýta það fyrir næstu leiki. Ég held að Dagur sé með það í huga líka.“Leikmenn Katar fagna sigrinum á Þjóðverjum.Vísir/Eva BjörkÞýskaland náði frábærum árangri á HM fyrir tveimur árum er liðið hafnaði í fimmta sæti. En annars hefur liðið átt erfitt uppdráttar og komst það hvorki inn á Ólympíuleikana í London 2012 né heldur EM í Danmörku 2014. Í raun átti liðið ekki að vera hér í Katar eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM í vor. En sem kunnugt er fékk Þýskaland keppnisrétt eftir að þátttökuréttur Ástralíu var afturkallaður. Grötzki segir að Dagur, sem tók við þýska landsliðinu í sumar, hafi náð að efla sjálfstraustið í þýska landsliðshópnum á þeim tíma sem hann hefur stýrt liðinu. „Hann hefur gefið okkur trú á okkar eigin getu. Hver leikmaður veit að hann skiptir miklu máli en að ekkert sé mikilvægara en liðsheildin. Dagur leggur mikla áherslu á það og því fær maður að kynnast á hverri einustu æfingu og í hvert sinn sem við ræðum saman. Það hefur hjálpað mikið til við sjálfstraust liðsins,“ segir hann.Sjá einnig: Brand og Baur lofa Dag í hástert Grötzki segir enn fremur að Dagur gefi leikmönnum líka svigrúm til að slaka á og ná áttum á milli æfinga og leikja. „Maður er mikið á hótelinu með leikmönnum og því er mjög gott að fá tíma út af fyrir sjálfan sig líka inn á milli. Dagur hefur náð að finna þetta jafnvægi sem þarf til.“ Þýskaland og Danmörk munu halda HM árið 2019 og hefur Degi það hlutverk nú að byggja upp lið sem getur orðið heimsmeistari á heimavelli. Miðað við frammistöðu liðsins á HM í Katar virðist liðið komið vel á veg en Grötzki efast ekki um að Dagur sé rétti maðurinn í verkið. „Hann er í fyrsta lagi ótrúlega góður þjálfari og hagar undirbúnigi sínum leiki afar vandlega. Þess fyrir utan hefur hver einasta stund á mótinu verið þaulhugsuð og undirbúin. Það hefur gert okkur kleift að standa okkur þegar á reynir.“ „Ég er hundrað prósent viss um að hann sé rétti maðurinn til að leiða okkur áfram næstu árin.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Dagur: Við erum betri en Katar Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær. 29. janúar 2015 13:30
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00