Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. janúar 2015 21:46 Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. Gunnar Bragi er staddur í New York. Vísir/Stefán Engar skýringar hafa fengist á fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum sem fram fór í París í dag. Um ein og hálf milljón manns söfnuðust saman í París til að sýna samstöðu og mótmæla árásum síðustu daga. Þjóðarleiðtogar í París í dag.Vísir/AFPFjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar er von á tilkynningu vegna málsins. Margir hafa furða sig á fjarveru Sigmundar Davíðs og annarra ráðherra frá samstöðufundinum á samfélagsmiðlum í dag og beðið um skýringar. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í símaviðtali við fréttastofu í dag að hann væri staddur í New York að undirbúa rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt Sigurði Má Jónssyni, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, kom ekki til tals að senda einhvern af hinum ráðherrunum átta til Parísar.Össur Skarphéðinsson.Vísir/VilhelmHvað með hina? Leiðtogar um fjörutíu þjóða voru á fundinum í París í dag sem er er fjölmennasti fjöldafundur sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. Meðal þeirra sem mættu voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Eini fulltrúi Íslands á ráðstefnunni var staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi. Meðal þeirra sem gagnrýna íslensku ríkisstjórnina er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann spyr á Facebook-síðu sinni í kvöld hverjar skýringar Sigmundar Davíðs á fjarverunni séu. Svandís Svavarsdóttir.Vísir/GVA„Það er vel hugsanlegt að einhverjar skýringar séu á þessu sem taka má gildar. Sé svo - hvar var þá utanríkisráðherrann? Forsætisráðherra verður að skýra ástæður þess að hvorugur fór. Það er ekki einkamál hans þegar hann kýs að hafna því að taka þátt í viðburði einsog þessum,“ segir Össur. Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur í sama streng og Össur með einföldum skilaboðum á Facebook: „Til skammar!“Helgi Hrafn Gunnarsson.Vísir/GVABíða eftir skýringuÍ samtali við Vísi segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að hann vilji bíða eftir skýringum. „Kannski ættum að bíða og sjá hvort á þetta eigi sér einhverjar skýringar, að fyrst forsætisráðherra komst ekki hvort það hefði ekki verið rétt að senda einhvern annan ráðherra,“ segir hann. „Forsætisráðherrar eru oft á tíðum mjög uppteknir en það er mjög dæmigert fyrir þennan tiltekna forsætisráðherra að mæta ekki. Þetta er í raun orðið almennt mynstur hjá honum, hvort sem það eru þingfundir, aðrir fundir eða samkomur,“ segir Helgi og bætir við: „Við erum öll mannleg og gerum stundum mistök en fyrr má nú fyrr vera. Vonandi berst einhver góð skýring á þessu en ég býst ekkert endilega við því.“Guðmundur Steingrímsson.Vísir/GVAGuðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að honum hefði þótt að einhver ráðherra hefði sótt fundinn en bíður eftir skýringum forsætisráðherra. „Ég hefði frekar kosið að forsætisráðherra eða einhver í fjarveru hans hefði sótt þennan fund. Mér þætti áhugavert að sjá útskýringu á því og ég vona að ein slík sé til. Það hlýtur að vera einfaldlega,“ segir hann. Guðmundur segir skýringuna þurfa að vera góða. „Mér finnst mjög bagalegt að fulltrúi íslenskra stjórnvalda hafi ekki verið á fundinum. Mér finnst að það þurfi að vera góð útskýring á því hvers vegna enginn sá sér fært um að fara.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Post by Grímur Atlason. Post by Hildur Sverrisdóttir. Post by Illugi Jökulsson. Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Post by Svandís Svavarsdóttir. Post by Birgitta Jónsdóttir Hirt. Allir leiðtogar norðurlandana mæta til Parísar til að sýna samtöðu ... nema einn. Lélegt.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 11, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Engar skýringar hafa fengist á fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá samstöðufundinum sem fram fór í París í dag. Um ein og hálf milljón manns söfnuðust saman í París til að sýna samstöðu og mótmæla árásum síðustu daga. Þjóðarleiðtogar í París í dag.Vísir/AFPFjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar er von á tilkynningu vegna málsins. Margir hafa furða sig á fjarveru Sigmundar Davíðs og annarra ráðherra frá samstöðufundinum á samfélagsmiðlum í dag og beðið um skýringar. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í símaviðtali við fréttastofu í dag að hann væri staddur í New York að undirbúa rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt Sigurði Má Jónssyni, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, kom ekki til tals að senda einhvern af hinum ráðherrunum átta til Parísar.Össur Skarphéðinsson.Vísir/VilhelmHvað með hina? Leiðtogar um fjörutíu þjóða voru á fundinum í París í dag sem er er fjölmennasti fjöldafundur sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. Meðal þeirra sem mættu voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Eini fulltrúi Íslands á ráðstefnunni var staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi. Meðal þeirra sem gagnrýna íslensku ríkisstjórnina er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann spyr á Facebook-síðu sinni í kvöld hverjar skýringar Sigmundar Davíðs á fjarverunni séu. Svandís Svavarsdóttir.Vísir/GVA„Það er vel hugsanlegt að einhverjar skýringar séu á þessu sem taka má gildar. Sé svo - hvar var þá utanríkisráðherrann? Forsætisráðherra verður að skýra ástæður þess að hvorugur fór. Það er ekki einkamál hans þegar hann kýs að hafna því að taka þátt í viðburði einsog þessum,“ segir Össur. Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur í sama streng og Össur með einföldum skilaboðum á Facebook: „Til skammar!“Helgi Hrafn Gunnarsson.Vísir/GVABíða eftir skýringuÍ samtali við Vísi segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að hann vilji bíða eftir skýringum. „Kannski ættum að bíða og sjá hvort á þetta eigi sér einhverjar skýringar, að fyrst forsætisráðherra komst ekki hvort það hefði ekki verið rétt að senda einhvern annan ráðherra,“ segir hann. „Forsætisráðherrar eru oft á tíðum mjög uppteknir en það er mjög dæmigert fyrir þennan tiltekna forsætisráðherra að mæta ekki. Þetta er í raun orðið almennt mynstur hjá honum, hvort sem það eru þingfundir, aðrir fundir eða samkomur,“ segir Helgi og bætir við: „Við erum öll mannleg og gerum stundum mistök en fyrr má nú fyrr vera. Vonandi berst einhver góð skýring á þessu en ég býst ekkert endilega við því.“Guðmundur Steingrímsson.Vísir/GVAGuðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að honum hefði þótt að einhver ráðherra hefði sótt fundinn en bíður eftir skýringum forsætisráðherra. „Ég hefði frekar kosið að forsætisráðherra eða einhver í fjarveru hans hefði sótt þennan fund. Mér þætti áhugavert að sjá útskýringu á því og ég vona að ein slík sé til. Það hlýtur að vera einfaldlega,“ segir hann. Guðmundur segir skýringuna þurfa að vera góða. „Mér finnst mjög bagalegt að fulltrúi íslenskra stjórnvalda hafi ekki verið á fundinum. Mér finnst að það þurfi að vera góð útskýring á því hvers vegna enginn sá sér fært um að fara.“ Post by Össur Skarphéðinsson. Post by Grímur Atlason. Post by Hildur Sverrisdóttir. Post by Illugi Jökulsson. Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Post by Svandís Svavarsdóttir. Post by Birgitta Jónsdóttir Hirt. Allir leiðtogar norðurlandana mæta til Parísar til að sýna samtöðu ... nema einn. Lélegt.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 11, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent