Patrick Reed hafði sigur á Hawaii Kári Örn Hinriksson skrifar 13. janúar 2015 12:56 Patrick Reed byrjar árið vel. AP Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira