Fólk á ekki skilið þau stjórnvöld sem það fær yfir sig Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2015 15:49 Eiríkur Bergmann segir að vinstri/hægri dugi ekki lengur til skilgreiningar á hinu flokkspólitíska korti. Klisjan segir að fólk fái þau stjórnvöld í hausinn sem það á skilið. Í lýðræðisríki er því slegið fram, ef menn eru ósáttir, að þetta hafi nú fólk kosið yfir sig. Ekki skal gert lítið úr ábyrgð einstaklingsins. En, þetta er ekki alveg svo einfalt. Ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Ásmundar Friðrikssonar, þess efnis að vert sé að rannsaka sérstaklega múslíma á Íslandi, í tengslum við morðin í París, ollu miklu uppnámi og víst er að fjölmargir þeir sem settu x við D í síðustu kosningum hafa ekki talið sig vera að veita slíkum hugmyndum brautargengi. SUS hefur ályktað gegn þessu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar, segir „vægast sagt átakanlegt“ að vera í sama flokki og Ásmundur. Þá koma ummæli þungavigtarmanns í Framsóknarflokknum, Stefáns Boga Sveinssonar, á skjön inní þessa umræðu ef miða má við greiningu Eiríks (sjá síðar): Hann fordæmir orð Ásmundar, telur hann verða að biðjast afsökunar eða víkja af þingi ella. Þegar svo litið er til orða Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að landbúnaður væri ekki alvöru atvinnugrein, orð sem flokksbróðir hans á þingi, Haraldur Benediktsson, tók óstinnt upp er vert að spyrja: Hver er hvað og hver er hvurs? Á þetta fólk eitthvað sameiginlegt? Af hverju er það í sama flokki? Eru þessar flokkspólitísku línur bara eitthvað rugl? Samkvæmt stjórnmálafræðingnum Eiríki Bergmann er það einfaldlega svo. Meðal annars vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun þrír flokkar, í það minnsta.Af hverju eru þessir menn í sama flokki?Hægri/vinstri = hversu mikið á umfang ríkisins að vera Hugmyndin um að skilgreina flokkapólitískar línur út frá vinstri/hægri virðist gengin sér til húðar. Eiríkur Bergmann segir það svo, þetta er allt meira og minna á floti, en þó er þetta enn skásti mælikvarðinn. „En, hann merkir ekki nákvæmlega það sama og hann gerði. Hann er ágætur til að mæla pólitík á hverjum tíma en þá út frá því hversu háir eiga skattar að vera? Notin fyrir þennan kvarða eru helst þessi; að mæla hugmyndir flokka um hversu mikið umfang ríkisins á að vera. Það er vinstri/hægri dagsins í dag,“ segir Eiríkur. Einhver helsti boðberi frjálshyggjunnar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eiríkur segir að hann hafi í eyru Hannesar haldið því fram að hann sé ekki frjálshyggjumaður, heldur þjóðernisíhald. Og þá má minnast þess að Hannes hefur lagt til að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gangi í eina sæng. „Hann er alltaf að tala um einhverjar stofnanir ríkisins, honum er umhugað um hið vestræna samfélag, vestrænt samstarf, stöðu kirkjunnar... þetta er ekki lýsing á frjálshyggjumanni. Og Hannes hefur ekki vísað þessu alfarið á bug. Og þannig er það með íslensku hægri mennina. Þeir eru almennt ekki frjálshyggjumenn. Og þegar boðberar frjálshyggjunnar eru ekki einu sinni frjálshyggjumenn heldur þjóðernisíhald, þá ruglar það umræðuna mjög mikið. EF þú ætlar að skilja íslenska pólitík þá dugir vinstri hægri ekki. Þú þarft að setja annan lóðréttan ás, sem heitir opnun/lokun – alþjóðahyggja og þjóðernishyggja. Þetta er það sem ég hef gert í mínum fræðiritgerðum þær sem ég hef birt erlendis. Þá ertu kominn með nothæfan ás,“ segir Eiríkur.Það sem brenglar alla umræðu um íslenska pólitík er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun þrír flokkar og nú eru þar ráðandi öfl sem eru höll undir einangrun, ríkisforsjá og þjóðernishyggju.Flokkarnir í Sjálfstæðisflokknum Vísir útbjó kort yfir hinar flokkspólitísku punkta út frá þeim mælikvörðum sem Eiríkur miðar við. (En, í því sambandi má benda á vefinn political compass - ef fólk vill gera á sjálfu sér mælingu.) En, það dugar ekki nema hálfa leið því flokkarnir eru ólíkir innbyrðis. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig gjarnan af því að rúma ólíkar skoðanir og það er ekki orðum aukið. Eiríkur segir árangur íslenska hægrisins hvíla á þessu, að ná að sameina ólíka hópa með áherslu á að gera kröfu um völd. Þetta er einkenni íslenskra stjórnmála, erlendis væru þessir hópar gjarnan í mismunandi flokkum. Þjóðernisíhald, hófsamir kristilegir borgaralegir demókratar og svo frjálshyggjumenn. Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr er Sjálfstæðisflokkurinn, staða hans og eðli, sú sem skilgreinir íslenska pólitík. Ásmundur tilheyrir þjóðernisíhaldi samkvæmt þessum ummælum hans, sem skarast við þær raddir sem eru uppi í Framsóknarflokki, en Sjálfstæðisflokkurinn byggir á hefð í þeim efnum: Árni Johnsen hefur að hluta verið skilgreindur sem slíkur, Egill á Seljavöllum og þannig má áfram telja. „Þetta eru ekki menn sem höfðu mestan áhuga á frelsi heldur vildu heldur styrki í landbúnað, fyrirgreiðslupólitík, voru á móti þeirri þjóðfélagsbreytingu sem fólst í því að fólk flytti í borgir. Þessi element voru til skamms tíma á undanhaldi innan Sjálfstæðisflokksins en hafa hrokkið til baka eftir hrun og nú eru þessi öfl meira ráðandi innan flokksins,“ segir Eiríkur.Sveinbjörg Birna, oddviti x-B í borginni, gaf að margra mati popúlisma undir fótinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Eiríkur Bergmann gefur engann afslátt á því og skilgreinir Framsóknarflokkinn sem popúlískan í erlendum fræðiritum.Popúlismi Framsóknarflokksins Þetta eðli Sjálfstæðisflokksins hefur styrkst í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn: Hörð byggðastefna, ríkisbúskapur, skuldaniðurfellingarnar eru hugmyndir og aðgerðir sem ganga í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera, en gerir það ekki við þessar aðstæður. „Framsóknarlandbúnaðarbyggðastefna eða verndarstefna. Að vilja vernda tilteknar atvinnugreinar fyrir samkeppni. Þetta hefur lítið sem ekkert með hægri stefnu að gera. Það segir sína sögu að í árferði þar sem rætt er um kröpp kjör og erfitt efnahagslegt ástand er ekki nein umræða um landbúnaðarkerfið eða það að heimila fólk aðgang að ódýrari matmælum og þar með ódýrara lífsviðurværi sem væri ein mesta kjarabót sem fólk gæti fengið,“ segir Eiríkur. Og þá erum við komin að Framsóknarflokknum. Eiríkur er einmitt að skrifa um hann núna, en hann er ásamt erlendum fræðimönnum að vinna að rannsókn greiningu á popúlisma í Evrópu. Er hann ekki bara grímulaus valdaflokkur? „Það er erfitt að átta sig á Framsóknarflokknum í dag. Hann er orðinn einhverskonar útgáfa af þjóðernispopúlistaflokki eins og við þekkjum í Evrópu. Hann sker sig þó frá þeim flokkum því það er líklega einstakt að rótgróinn meginstraumsflokkur sé tekinn yfir og honum breytt í þá átt. Þetta er mjög óvanalegt og erfiðara þá að flokka hann í þá veru. En pólitík hans nú er samstofna því helsta í svoleiðis flokkum í Evrópu,“ segir Eiríkur. Þegar farið er í gegnum sögu síðustu tveggja áratuga eða svo kemur í ljós að evrópski popúlisminn byggir að verulegu leyti á krísu sósíaldemókrata. Og þá erum við komin að Samfylkingunni.Árni Páll hefur átt erfitt með að tengja Samfylkinguna við upprunann, blue collar-fylgið, sem nú streymir til popúlískra flokka hér, sem um alla Evrópu.Vandi Samfylkingarinnar Sósíaldemókratískir flokkar voru stofnaðir í tengslum við stéttabaráttu alþýðunnar gegn ráðandi stéttum og kapítalisma. „Þetta er „blue collar“ eða verkalýðstengt. En, svo fara að koma leiðtogar sem eru af öðrum toga, menntamenn sem vinna skrifstofustörf, sem eru ekki í neinum sérstökum tengslum við verklýð heldur nálgast stjórnmálin út frá flóknari hugmyndum sem lúta að lýðræðisumbótum, faglegum ferlum stjórnsýslu, femínisma, umhverfisvernd og svo framvegis. Gröfubílstjórinn skilur ekkert um hvað þetta fólk er að tala. Þetta þýðir það að sósíaldemókratar glata sínu náttúrulega fylgi og þetta fylgi hefur verið að færast yfir á popúlistaflokkana. Sérkenni á Íslandi var að hér urðu til frjálslyndari flokkar eins og Björt framtíð en ég held að þetta sé breyting sem Samfylkingin skilur ekki ennþá,“ segir Eiríkur. Og, hvergi eru menn að ræða þetta, hvorki kratarnir, sem voru frjálslyndari en Samfylkingin er í dag né frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum. Þessir hópar eru landlausir í raun á hinu flokkspólitíska litrófi.Steingrímur J. vildi fremur stofna nýtt Alþýðubandalag fremur en leggja Samfylkingunni lið. Það má svo heita kaldhæðni örlaganna að Samfylkingin hefur fórnað frjálslyndinu og sækir á sömu mið og Vg, þá hvað varðar kvennapólitík og umhverfisvernd.Vinstri grænir og annað fólk Vinstri grænir eru með svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn, í síðustu skoðanakönnunum, en þegar gerð var heiðarleg tilraun til að sameina vinstri menn með stofnun Samfylkingarinnar drógu þeir sem skilgreina sig enn lengra til vinstri, og hatast við kratana, sig einfaldlega út undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og stofnuðu nýtt Alþýðubandalag. Þegar reynt er að staðsetja þá á pólitíska kortinu kemur á daginn að þeir vilja aukin ríkisumsvif, þar með meiri skatta, sem færir þá vel til vinstri á ásnum; en þjóðernishyggja er jafnframt sterkur þráður í Vinstri grænum að vilja vernda íslenskan landbúnað, sem dæmi og eru á eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu. Þetta reyndist síðasta forsætisráðherra erfitt viðureignar, Vg klofnaði í raun og fleyg eru orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að stjórna þessu væri eins og að smala villiköttum. En, þetta eiga Vg sameiginlegt með Framsóknarflokknum og ráðandi öflum innan Sjálfstæðisflokksins. Vg hefur einnig viljað slá eign sinni á umhverfismál sem og kvenréttindi eða femínisma. En, eins og femínismi hefur birst á Íslandi felur hann í sér talsverða ríkisforsjá, með óhjákvæmilegum boðum og bönnum, kynjakvótum og forræðishyggju en ríkjandi öfl í Samfylkingunni slást við Vg um þennan hóp: Sem svo hlýtur að þýða að hefðbundnu frjálslyndi kratanna verður að fórna. Raunar gera allir flokkar tilkall til þess að mega heita kvenréttindaflokkar og forræðishyggjan hefur alltaf þótt gjöfult veiðarfæri við atkvæðaveiðar. Ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum halla sér í þá átt, sem og Framsóknarflokkurinn tvímælalaust með áherslu á aukna löggæslu, til dæmis. Inní þetta mynstur koma svo nýir flokkar svo sem Píratar og Björt framtíð sem erfitt er að staðsetja sökum þess hversu nýir þeir eru; því eins og þessi yfirferð ætti að leiða í ljós, má eiginlega ganga út frá því sem vísu að flokkur sé engan veginn sá sami í orði og á borði. Þegar við þetta kraðak bætist bjagað kosningakerfi; mismunandi vægi atkvæða og sú staðreynd að þeir sem hafa á valdi sínu að laga kerfið sitja í skjóli þess sama ranglætis; eru íslenskir kjósendur í þeirri stöðu að hafa afskaplega lítið um gang mála að segja: Hverjir fara með völdin og hvernig; hvort þeir kjósa að misbjóða sínu lýðræðislega umboði eða hvað. Því í þessari stöðu er hægt að túlka út og suður og misnota völd á vafasömum forsendum. Eins og sagt var hér í eina tíð: Það er sama við hvað er krossað, alltaf kemur Finnur Ingólfsson uppúr kjörkassanum. Fólk hefur engar forsendur til að vita hvað það er að kjósa. Þetta hlýtur að ýta undir að sérhyggjuleg sjónarmið sú ráðandi þegar menn ráðstafa sínum atkvæðum. Hinar flokkspólitísku línur eru í slíkri flækju að það kemur ekki til greina að leggja megi einhverja hugmyndafræðilega hugmynd í atkvæði sitt. Pólitísk ábyrgð er hugtak sem hlýtur í ljósi alls þessa að mega heita brandari. En, allar hugmyndir uppskurð á hinu flokkspólitíska kerfi hafa strandað. Fréttaskýringar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Klisjan segir að fólk fái þau stjórnvöld í hausinn sem það á skilið. Í lýðræðisríki er því slegið fram, ef menn eru ósáttir, að þetta hafi nú fólk kosið yfir sig. Ekki skal gert lítið úr ábyrgð einstaklingsins. En, þetta er ekki alveg svo einfalt. Ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Ásmundar Friðrikssonar, þess efnis að vert sé að rannsaka sérstaklega múslíma á Íslandi, í tengslum við morðin í París, ollu miklu uppnámi og víst er að fjölmargir þeir sem settu x við D í síðustu kosningum hafa ekki talið sig vera að veita slíkum hugmyndum brautargengi. SUS hefur ályktað gegn þessu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar, segir „vægast sagt átakanlegt“ að vera í sama flokki og Ásmundur. Þá koma ummæli þungavigtarmanns í Framsóknarflokknum, Stefáns Boga Sveinssonar, á skjön inní þessa umræðu ef miða má við greiningu Eiríks (sjá síðar): Hann fordæmir orð Ásmundar, telur hann verða að biðjast afsökunar eða víkja af þingi ella. Þegar svo litið er til orða Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um að landbúnaður væri ekki alvöru atvinnugrein, orð sem flokksbróðir hans á þingi, Haraldur Benediktsson, tók óstinnt upp er vert að spyrja: Hver er hvað og hver er hvurs? Á þetta fólk eitthvað sameiginlegt? Af hverju er það í sama flokki? Eru þessar flokkspólitísku línur bara eitthvað rugl? Samkvæmt stjórnmálafræðingnum Eiríki Bergmann er það einfaldlega svo. Meðal annars vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun þrír flokkar, í það minnsta.Af hverju eru þessir menn í sama flokki?Hægri/vinstri = hversu mikið á umfang ríkisins að vera Hugmyndin um að skilgreina flokkapólitískar línur út frá vinstri/hægri virðist gengin sér til húðar. Eiríkur Bergmann segir það svo, þetta er allt meira og minna á floti, en þó er þetta enn skásti mælikvarðinn. „En, hann merkir ekki nákvæmlega það sama og hann gerði. Hann er ágætur til að mæla pólitík á hverjum tíma en þá út frá því hversu háir eiga skattar að vera? Notin fyrir þennan kvarða eru helst þessi; að mæla hugmyndir flokka um hversu mikið umfang ríkisins á að vera. Það er vinstri/hægri dagsins í dag,“ segir Eiríkur. Einhver helsti boðberi frjálshyggjunnar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eiríkur segir að hann hafi í eyru Hannesar haldið því fram að hann sé ekki frjálshyggjumaður, heldur þjóðernisíhald. Og þá má minnast þess að Hannes hefur lagt til að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gangi í eina sæng. „Hann er alltaf að tala um einhverjar stofnanir ríkisins, honum er umhugað um hið vestræna samfélag, vestrænt samstarf, stöðu kirkjunnar... þetta er ekki lýsing á frjálshyggjumanni. Og Hannes hefur ekki vísað þessu alfarið á bug. Og þannig er það með íslensku hægri mennina. Þeir eru almennt ekki frjálshyggjumenn. Og þegar boðberar frjálshyggjunnar eru ekki einu sinni frjálshyggjumenn heldur þjóðernisíhald, þá ruglar það umræðuna mjög mikið. EF þú ætlar að skilja íslenska pólitík þá dugir vinstri hægri ekki. Þú þarft að setja annan lóðréttan ás, sem heitir opnun/lokun – alþjóðahyggja og þjóðernishyggja. Þetta er það sem ég hef gert í mínum fræðiritgerðum þær sem ég hef birt erlendis. Þá ertu kominn með nothæfan ás,“ segir Eiríkur.Það sem brenglar alla umræðu um íslenska pólitík er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun þrír flokkar og nú eru þar ráðandi öfl sem eru höll undir einangrun, ríkisforsjá og þjóðernishyggju.Flokkarnir í Sjálfstæðisflokknum Vísir útbjó kort yfir hinar flokkspólitísku punkta út frá þeim mælikvörðum sem Eiríkur miðar við. (En, í því sambandi má benda á vefinn political compass - ef fólk vill gera á sjálfu sér mælingu.) En, það dugar ekki nema hálfa leið því flokkarnir eru ólíkir innbyrðis. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig gjarnan af því að rúma ólíkar skoðanir og það er ekki orðum aukið. Eiríkur segir árangur íslenska hægrisins hvíla á þessu, að ná að sameina ólíka hópa með áherslu á að gera kröfu um völd. Þetta er einkenni íslenskra stjórnmála, erlendis væru þessir hópar gjarnan í mismunandi flokkum. Þjóðernisíhald, hófsamir kristilegir borgaralegir demókratar og svo frjálshyggjumenn. Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr er Sjálfstæðisflokkurinn, staða hans og eðli, sú sem skilgreinir íslenska pólitík. Ásmundur tilheyrir þjóðernisíhaldi samkvæmt þessum ummælum hans, sem skarast við þær raddir sem eru uppi í Framsóknarflokki, en Sjálfstæðisflokkurinn byggir á hefð í þeim efnum: Árni Johnsen hefur að hluta verið skilgreindur sem slíkur, Egill á Seljavöllum og þannig má áfram telja. „Þetta eru ekki menn sem höfðu mestan áhuga á frelsi heldur vildu heldur styrki í landbúnað, fyrirgreiðslupólitík, voru á móti þeirri þjóðfélagsbreytingu sem fólst í því að fólk flytti í borgir. Þessi element voru til skamms tíma á undanhaldi innan Sjálfstæðisflokksins en hafa hrokkið til baka eftir hrun og nú eru þessi öfl meira ráðandi innan flokksins,“ segir Eiríkur.Sveinbjörg Birna, oddviti x-B í borginni, gaf að margra mati popúlisma undir fótinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Eiríkur Bergmann gefur engann afslátt á því og skilgreinir Framsóknarflokkinn sem popúlískan í erlendum fræðiritum.Popúlismi Framsóknarflokksins Þetta eðli Sjálfstæðisflokksins hefur styrkst í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn: Hörð byggðastefna, ríkisbúskapur, skuldaniðurfellingarnar eru hugmyndir og aðgerðir sem ganga í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera, en gerir það ekki við þessar aðstæður. „Framsóknarlandbúnaðarbyggðastefna eða verndarstefna. Að vilja vernda tilteknar atvinnugreinar fyrir samkeppni. Þetta hefur lítið sem ekkert með hægri stefnu að gera. Það segir sína sögu að í árferði þar sem rætt er um kröpp kjör og erfitt efnahagslegt ástand er ekki nein umræða um landbúnaðarkerfið eða það að heimila fólk aðgang að ódýrari matmælum og þar með ódýrara lífsviðurværi sem væri ein mesta kjarabót sem fólk gæti fengið,“ segir Eiríkur. Og þá erum við komin að Framsóknarflokknum. Eiríkur er einmitt að skrifa um hann núna, en hann er ásamt erlendum fræðimönnum að vinna að rannsókn greiningu á popúlisma í Evrópu. Er hann ekki bara grímulaus valdaflokkur? „Það er erfitt að átta sig á Framsóknarflokknum í dag. Hann er orðinn einhverskonar útgáfa af þjóðernispopúlistaflokki eins og við þekkjum í Evrópu. Hann sker sig þó frá þeim flokkum því það er líklega einstakt að rótgróinn meginstraumsflokkur sé tekinn yfir og honum breytt í þá átt. Þetta er mjög óvanalegt og erfiðara þá að flokka hann í þá veru. En pólitík hans nú er samstofna því helsta í svoleiðis flokkum í Evrópu,“ segir Eiríkur. Þegar farið er í gegnum sögu síðustu tveggja áratuga eða svo kemur í ljós að evrópski popúlisminn byggir að verulegu leyti á krísu sósíaldemókrata. Og þá erum við komin að Samfylkingunni.Árni Páll hefur átt erfitt með að tengja Samfylkinguna við upprunann, blue collar-fylgið, sem nú streymir til popúlískra flokka hér, sem um alla Evrópu.Vandi Samfylkingarinnar Sósíaldemókratískir flokkar voru stofnaðir í tengslum við stéttabaráttu alþýðunnar gegn ráðandi stéttum og kapítalisma. „Þetta er „blue collar“ eða verkalýðstengt. En, svo fara að koma leiðtogar sem eru af öðrum toga, menntamenn sem vinna skrifstofustörf, sem eru ekki í neinum sérstökum tengslum við verklýð heldur nálgast stjórnmálin út frá flóknari hugmyndum sem lúta að lýðræðisumbótum, faglegum ferlum stjórnsýslu, femínisma, umhverfisvernd og svo framvegis. Gröfubílstjórinn skilur ekkert um hvað þetta fólk er að tala. Þetta þýðir það að sósíaldemókratar glata sínu náttúrulega fylgi og þetta fylgi hefur verið að færast yfir á popúlistaflokkana. Sérkenni á Íslandi var að hér urðu til frjálslyndari flokkar eins og Björt framtíð en ég held að þetta sé breyting sem Samfylkingin skilur ekki ennþá,“ segir Eiríkur. Og, hvergi eru menn að ræða þetta, hvorki kratarnir, sem voru frjálslyndari en Samfylkingin er í dag né frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum. Þessir hópar eru landlausir í raun á hinu flokkspólitíska litrófi.Steingrímur J. vildi fremur stofna nýtt Alþýðubandalag fremur en leggja Samfylkingunni lið. Það má svo heita kaldhæðni örlaganna að Samfylkingin hefur fórnað frjálslyndinu og sækir á sömu mið og Vg, þá hvað varðar kvennapólitík og umhverfisvernd.Vinstri grænir og annað fólk Vinstri grænir eru með svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn, í síðustu skoðanakönnunum, en þegar gerð var heiðarleg tilraun til að sameina vinstri menn með stofnun Samfylkingarinnar drógu þeir sem skilgreina sig enn lengra til vinstri, og hatast við kratana, sig einfaldlega út undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og stofnuðu nýtt Alþýðubandalag. Þegar reynt er að staðsetja þá á pólitíska kortinu kemur á daginn að þeir vilja aukin ríkisumsvif, þar með meiri skatta, sem færir þá vel til vinstri á ásnum; en þjóðernishyggja er jafnframt sterkur þráður í Vinstri grænum að vilja vernda íslenskan landbúnað, sem dæmi og eru á eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu. Þetta reyndist síðasta forsætisráðherra erfitt viðureignar, Vg klofnaði í raun og fleyg eru orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að stjórna þessu væri eins og að smala villiköttum. En, þetta eiga Vg sameiginlegt með Framsóknarflokknum og ráðandi öflum innan Sjálfstæðisflokksins. Vg hefur einnig viljað slá eign sinni á umhverfismál sem og kvenréttindi eða femínisma. En, eins og femínismi hefur birst á Íslandi felur hann í sér talsverða ríkisforsjá, með óhjákvæmilegum boðum og bönnum, kynjakvótum og forræðishyggju en ríkjandi öfl í Samfylkingunni slást við Vg um þennan hóp: Sem svo hlýtur að þýða að hefðbundnu frjálslyndi kratanna verður að fórna. Raunar gera allir flokkar tilkall til þess að mega heita kvenréttindaflokkar og forræðishyggjan hefur alltaf þótt gjöfult veiðarfæri við atkvæðaveiðar. Ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum halla sér í þá átt, sem og Framsóknarflokkurinn tvímælalaust með áherslu á aukna löggæslu, til dæmis. Inní þetta mynstur koma svo nýir flokkar svo sem Píratar og Björt framtíð sem erfitt er að staðsetja sökum þess hversu nýir þeir eru; því eins og þessi yfirferð ætti að leiða í ljós, má eiginlega ganga út frá því sem vísu að flokkur sé engan veginn sá sami í orði og á borði. Þegar við þetta kraðak bætist bjagað kosningakerfi; mismunandi vægi atkvæða og sú staðreynd að þeir sem hafa á valdi sínu að laga kerfið sitja í skjóli þess sama ranglætis; eru íslenskir kjósendur í þeirri stöðu að hafa afskaplega lítið um gang mála að segja: Hverjir fara með völdin og hvernig; hvort þeir kjósa að misbjóða sínu lýðræðislega umboði eða hvað. Því í þessari stöðu er hægt að túlka út og suður og misnota völd á vafasömum forsendum. Eins og sagt var hér í eina tíð: Það er sama við hvað er krossað, alltaf kemur Finnur Ingólfsson uppúr kjörkassanum. Fólk hefur engar forsendur til að vita hvað það er að kjósa. Þetta hlýtur að ýta undir að sérhyggjuleg sjónarmið sú ráðandi þegar menn ráðstafa sínum atkvæðum. Hinar flokkspólitísku línur eru í slíkri flækju að það kemur ekki til greina að leggja megi einhverja hugmyndafræðilega hugmynd í atkvæði sitt. Pólitísk ábyrgð er hugtak sem hlýtur í ljósi alls þessa að mega heita brandari. En, allar hugmyndir uppskurð á hinu flokkspólitíska kerfi hafa strandað.
Fréttaskýringar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira