Velferðarráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2015 13:53 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira