Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt 18. janúar 2015 12:55 Pútterinn var sjóðandi heitur hjá Gary Stal í dag. Getty Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira