Fótbolti

Finnur Orri búinn að gera eins árs samning við Lilleström

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Orri Margeirsson
Finnur Orri Margeirsson Vísir/Daníel
Finnur Orri Margeirsson hefur náð samkomulagi við norska úrvalsdeildarliðið Lilleström og er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari liðsins, fær til liðsins.

Finnur Orri gerir eins árs samning við Lilleström samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 en þetta er annar samningur hans frá því að Pepsi-deildinni lauk í októberbyrjun því Finnur Orri hafði áður samið við FH.

Finnur Orri var með ákvæði um það í samningi sínum um að hann gæti farið frá félaginu ef lið utan Íslands myndi sýna honum áhuga sem varð svo raunin.

Finnur Orri Margeirsson er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur einnig spilað í vörninni hjá Breiðabliki þar sem hann hefur spilað allan sinn feril til þessa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×