Körfubolti

Finnur hættir með KR-konur og tekur við Skallagrími

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Jónsson.
Finnur Jónsson. Vísir/Ernir
Finnur Jónsson, fyrrum leikmaður Skallagríms, hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Skallagríms í Dominos-deild karla en þetta kemur fram á heimasíðu Skallagríms og heimasíðu KR.

Finnur hættir með kvennalið KR en hann var á sínu fyrsta tímabili með liðið í Dominos-deild kvenna.

Finnur tekur við starfi Péturs Ingvarssonar sem hætti með Skallagrímsliðið á dögunum. Skallagrímur er í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra og níu töp en þrjú neðstu lið deildarinnar hafa öll fjögur stig.

KR-konur eru því án þjálfara en fyrsti leikur liðsins eftir áramót er á móti Val 7. janúar næstkomandi.

„Finnur hefur þjálfað úrvalsdeildarlið KR í Dominos deild kvenna í vetur en hann hættir þjálfun liðsins nú þegar hann tekur við Skallagrími. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks Skallagríms og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Einnig þjálfaði Finnur meistaraflokk kvenna hjá Skallagrími í nokkur ár. Þá hefur hann komið að þjálfun yngri landsliða Íslands í körfubolta. Áður var Finnur leikmaður meistaraflokks Skallagríms," segir á heimasíðu Skallagríms.

„Finnur Jónsson hefur tekið við karlaliði Skallgríms sem leikur í úrvalsdeild. Finnur er búsettur í Borgarnesi og  þjálfaði þar áður en hann tók við KR–liðinu. KR-ingar þakka Finni fyrir samstarfið óska honum  velfarnaðar í nýju starfi.  Vinna er þegar farin í gang í leit að nýjum þjálfara fyrir kvennaliðið en næsti leikur liðsins er á Hlíðarenda, miðvikudaginn 7.janúar," segir á heimasíðu KR.


Tengdar fréttir

Pétur Ingvarsson hættir með Skallagrím

Pétur Ingvarsson mun ekki stýra liði Skallagríms í seinni hluta Dominos-deildar karla í körfubolta en hann hefur komist að samkomulagi um að hætta að þjálfa liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×