Illvígar deilur útkljáðar í nótt | Slógust á blaðamannafundi Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. janúar 2015 10:00 Í kvöld fer fram risabardagi í UFC þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Það er óhætt að segja að lítill kærleikur sé þeirra á milli og er rígurinn á milli þeirra einn sá mesti í sögu UFC. Illindin eiga rætur sínar að rekja til þeirra fyrsta fundar. Jon Jones gekk upp að Daniel Cormier og sagðist viss um að hann gæti tekið Cormier niður. Cormier er framúrskarandi glímumaður og keppti í tvígang á Ólympíuleikunum í glímu og tók því þessum orðum Jones illa. Síðan þá hefur rígurinn stækkað og stækkað og hafa þeir um nokkurt skeið sent kaldar kveðjur sín á milli í fjölmiðlum. Það var svo í ágúst sem allt varð vitlaust þegar þeir slógust á blaðamannafundi. Áhuginn fyrir bardaganum var mikill fyrir en margfaldaðist eftir slagsmálin. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í september en vegna meiðsla Jones var bardaganum frestað til 3. janúar. Í millitíðinni hafa kapparnir verið duglegir að hella olíu á eldinn og haldið áfram að ausa fúkyrðum hvor yfir annan. Þetta verður áttunda titilvörn Jon Jones en hann hefur verið léttþungavigtarmeistari UFC frá 2011. Daniel Cormier er ósigraður í 15 bardögum og það sama má segja um Jones (eina tap Jones er þegar hann var dæmdur úr leik gegn Matt Hamill vegna ólöglegra högga en flestir eru sammála að um dómaramistök hafi verið að ræða). Jones og Cormier munu loksins fá að útkljá sín mál í kvöld þegar þeir mætast í aðalbardaganum á UFC 182. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Í kvöld fer fram risabardagi í UFC þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Það er óhætt að segja að lítill kærleikur sé þeirra á milli og er rígurinn á milli þeirra einn sá mesti í sögu UFC. Illindin eiga rætur sínar að rekja til þeirra fyrsta fundar. Jon Jones gekk upp að Daniel Cormier og sagðist viss um að hann gæti tekið Cormier niður. Cormier er framúrskarandi glímumaður og keppti í tvígang á Ólympíuleikunum í glímu og tók því þessum orðum Jones illa. Síðan þá hefur rígurinn stækkað og stækkað og hafa þeir um nokkurt skeið sent kaldar kveðjur sín á milli í fjölmiðlum. Það var svo í ágúst sem allt varð vitlaust þegar þeir slógust á blaðamannafundi. Áhuginn fyrir bardaganum var mikill fyrir en margfaldaðist eftir slagsmálin. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í september en vegna meiðsla Jones var bardaganum frestað til 3. janúar. Í millitíðinni hafa kapparnir verið duglegir að hella olíu á eldinn og haldið áfram að ausa fúkyrðum hvor yfir annan. Þetta verður áttunda titilvörn Jon Jones en hann hefur verið léttþungavigtarmeistari UFC frá 2011. Daniel Cormier er ósigraður í 15 bardögum og það sama má segja um Jones (eina tap Jones er þegar hann var dæmdur úr leik gegn Matt Hamill vegna ólöglegra högga en flestir eru sammála að um dómaramistök hafi verið að ræða). Jones og Cormier munu loksins fá að útkljá sín mál í kvöld þegar þeir mætast í aðalbardaganum á UFC 182. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30