Fótbolti

Lilleström byrjar með mínus eitt stig vegna fjárhagsvandræða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kristinsson og lærisveinar í Lillestrøm munu byrja með mínus eitt stig þegar norska deildin hefst að nýju í byrjun apríl samkvæmt heimildum VG.

Lillestrøm sem hefur verið í fjárhagsvandræðum skiluðu ekki inn nauðsynlegum pappírum og liðið mun því byrja með mínus eitt stig á sínu 41. tímabili í efstu deild.

Lynne Sollie, formaður félagsins, staðfesti þetta í samtali við norsku vefsíðu Verdens Gang. Hann segir að liðið muni áfrýja niðurstöðunni.

„Ég ætla ekki fara nánar í þetta mál, en við trúum því að það sé allt hreint á borðinu hjá okkur annars hefðum við ekki áfrýjað. Síðasti dagurinn til að áfrýja er á morgun svo við munum sjá hvað gerist eftir það," sagði Sollie.

Sollie er ekki hræddur um að falla úr deildinni þetta árið.

„Það mun ekki gerast. Það væri óásættanlegt. Við erum með gott lið og nýjan góðan þjálfara. Mér finnst við vera góðir. Ekki mikið verri en á síðasta ári og þá lentum við í fimmta sæti."

Rune Nordhoug, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins, vildi ekkert gefa upp varðandi málið, en sagði að þeir væru á rauðu svæði varðandi peningamál.

Rúnar Kristinsson tók við Lilleström í haust og Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður honum til aðstoðar. Finnur Orri Margeirsson er svo á leið til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×