Menning

Ráðinn dramatúrg við Þjóðleikhúsið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Símon Birgisson
Símon Birgisson
Þjóðleikhúsið hefur ráðið Símon Birgisson sem sýningar-og handritsdramatúrg og mun hann hefja störf í febrúar.

Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að markmiðið með ráðningunni sé „að efla dramatúrgíska vinnu við Þjóðleikhúsið og munu nú verða tveir dramatúrgar starfandi við húsið.“

Símon útskrifaðist með BA próf úr fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands árið 2009. Hann hefur leikstýrt verkum, skrifað eigin leikrit og unnið að fjölda uppsetninga í Sviss og Þýskalandi með Þorleifi Erni Arnarsyni, leikstjóra.

Símon fékk Grímuverðlaunin fyrir leikgerð sína úr Englum alheimsins árið 2013 og á yfirstandandi leikári í Þjóðleikhúsinu hefur hann komið að skrifum þriggja leikgerða, Konunni við 1000°, Karítas og Sjálfstæðu fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.