Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Íslendingar höfðu betur gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Vísir/Ernir Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira