Menning

Boudoir með jólatónleika

Kvennasönghópurinn Boudoir Hópurinn samanstendur eingöngu af faglærðum söngkonum og tónlistarkonum. Mynd: Boudoir
Kvennasönghópurinn Boudoir Hópurinn samanstendur eingöngu af faglærðum söngkonum og tónlistarkonum. Mynd: Boudoir
Kvennasönghópurinn Boudoir heldur jólatónleika sína í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn, 21. desember, klukkan 17. Þar verður flutt falleg og hátíðleg söngdagskrá í anda jólanna, lög sem margir kannast við og önnur minna þekkt en spennandi. Frumflutt verða einnig tvö ný jólalög eftir tónskáldið Julian Hewlett, sem er stofnandi og stjórnandi kórsins.



Sönghópurinn Boudoir var stofnaður haustið 2013, og hefur þegar víða komið fram hér á landi, meðal annars á listahátíðum, tónleikum og ýmis konar uppákomum.



Hópurinn samanstendur eingöngu af faglærðum söngkonum og tónlistarkonum og einsöngvarar á tónleikunum á sunnudaginn verða þær Erla Gígja Garðarsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir og Vilborg Helgadóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.