Smá jól með ömmu á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 11:15 Eivör og amma hennar, Valborg Jakobsen, njóta gestrisni þeirra Jóns organista og Ólafar Kolbrúnar meðan þær eru á landinu. Fréttablaðið/Stefán Hin færeyska Eivör Pálsdóttir er komin til landsins til að gleðja okkur landsmenn með söng sínum. Hún er þegar búin að lenda í nokkrum hríðarbyljum á þeim dögum sem liðnir eru frá því hún lenti og einn slíkur er í algleymingi þegar ég hringi í hana um miðjan dag á þriðjudag. „Það er alltaf spennandi að vita hvort maður kemst á milli húsa,“ segir hún hlæjandi. „Svo skiptir veðrið hér svo oft um ham en ég er svo sem ekki óvön því frá Færeyjum að allar árstíðir birtist á einum degi.“ Býrðu í Færeyjum núna? „Nei, ég bý í Kaupmannahöfn en er mikið á ferðinni og nýti öll tækifæri sem ég get til að komast til Færeyja og Íslands. En ég hef líka mikið verið að túra um Evrópu og því finnst mér fínt að búa svona miðsvæðis eins og í Kaupmannahöfn, þaðan liggja leiðir til allra átta.“ Eivör ætlar að koma fram á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju sem fara fram þrjú kvöld í röð um helgina. Eivör kveðst hafa verið fastur gestur á þeim tónleikum á tímabili en nú séu nokkur ár liðin frá því hún hafi tekið lagið þar. „Þegar Jón Stefánsson organisti spurði hvort ég vildi vera með þetta árið fannst mér algerlega kominn tími á það svo ég sagði auðvitað já. Mér finnst jólin vera komin þegar ég er að syngja á jólatónleikum á Íslandi. Það er svo sterk hefð fyrir því. Ég bjó á landinu í næstum fimm ár og hef verið hér með annan fótinn síðan enda finnst mér sérlega heimilislegt á Íslandi. Er líka svo heppin að eiga góða vini hér.“ Meðal þess sem Eivör ætlar að flytja í Langholtskirkju eru tvö lög eftir hana sjálfa. Annað þeirra kveðst hún hafa samið fyrir um það bil tíu árum. „Þá var ég að undirbúa mig fyrir Jólasöngva í Langholtskirkju og Jón organisti bað mig að semja jólalag. Mér fannst það mikil áskorun og þá varð til lag sem heitir Jólanótt og það hef ég oft sungið síðan. Fyrir nokkrum árum bætti ég svo öðru jólalagi í bankann. Auk þess syng ég auðvitað lög eftir ýmsa höfunda, ásamt kórnum og fleirum. Þetta verður mjög hátíðlegt. Í mörg ár hef ég tekið ömmu mína með á þessa tónleika. Það er fastur liður. Þá eigum við smá jól saman. Það er líka svo jólalegt í Reykjavík núna.“ Aðfangadagskvöldi ætlar Eivör að verja heima í Götu í Færeyjum, ásamt eiginmanninum sem er líka færeyskur. „Við maðurinn minn skiptumst á um að vera hjá hans fjölskyldu og minni og nú verðum við hjá mömmu,“ segir hún. Að sjálfsögðu er líka hefð fyrir jólatónleikum í Færeyjum og Eivör kveðst hafa verið þar í byrjun mánaðarins að syngja. En man hún eftir fyrstu tónleikunum sínum? „Já, fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég kom fram á voru með karlakór í Færeyjum. Þá var ég ellefu ára. Fæturnir á mér skulfu svo mikið að ég hélt ég mundi detta. Þá prófaði ég að syngja berfætt og hef haldið þeirri venju síðan. Mér finnst svo ágætt að hafa góða jarðtengingu. Kalt? Nei, aldrei. Ekki á meðan ég er á sviði.“ Spurð í lokin hvort hún sé eitthvað að gefa út um þessar mundir svarar Eivör: „Já, ég hef verið að vinna að nýrri plötu og hún kemur út í lok febrúar. Ég var að ljúka við hana og nú þarf hún bara aðeins að hvíla sig áður en ég sleppi henni út í heiminn. Ég þarf að fylgja henni eftir á næsta ári og fara með hana í ferðalag. Þá kíki ég til Íslands og held tónleika, alveg pottþétt.“ Hefð er fyrir að fyrstu Jólasöngvar í Langholtskirkju hefjist klukkan 23 síðasta föstudagskvöld fyrir jól en þeir verða endurteknir klukkan 20 á laugardags- og sunnudagskvöld. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í ár eru þeir 37. í röðinni. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja þar undir stjórn Jóns Stefánssonar og auk Eivarar Pálsdóttur koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kolbrún Völkudóttir, einsöngvari á táknmáli. Einnig koma fram einsöngvarar úr báðum kórunum. Sungið er við kertaljós í kirkjunni og að vanda er boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í hléi. Jólafréttir Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hin færeyska Eivör Pálsdóttir er komin til landsins til að gleðja okkur landsmenn með söng sínum. Hún er þegar búin að lenda í nokkrum hríðarbyljum á þeim dögum sem liðnir eru frá því hún lenti og einn slíkur er í algleymingi þegar ég hringi í hana um miðjan dag á þriðjudag. „Það er alltaf spennandi að vita hvort maður kemst á milli húsa,“ segir hún hlæjandi. „Svo skiptir veðrið hér svo oft um ham en ég er svo sem ekki óvön því frá Færeyjum að allar árstíðir birtist á einum degi.“ Býrðu í Færeyjum núna? „Nei, ég bý í Kaupmannahöfn en er mikið á ferðinni og nýti öll tækifæri sem ég get til að komast til Færeyja og Íslands. En ég hef líka mikið verið að túra um Evrópu og því finnst mér fínt að búa svona miðsvæðis eins og í Kaupmannahöfn, þaðan liggja leiðir til allra átta.“ Eivör ætlar að koma fram á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju sem fara fram þrjú kvöld í röð um helgina. Eivör kveðst hafa verið fastur gestur á þeim tónleikum á tímabili en nú séu nokkur ár liðin frá því hún hafi tekið lagið þar. „Þegar Jón Stefánsson organisti spurði hvort ég vildi vera með þetta árið fannst mér algerlega kominn tími á það svo ég sagði auðvitað já. Mér finnst jólin vera komin þegar ég er að syngja á jólatónleikum á Íslandi. Það er svo sterk hefð fyrir því. Ég bjó á landinu í næstum fimm ár og hef verið hér með annan fótinn síðan enda finnst mér sérlega heimilislegt á Íslandi. Er líka svo heppin að eiga góða vini hér.“ Meðal þess sem Eivör ætlar að flytja í Langholtskirkju eru tvö lög eftir hana sjálfa. Annað þeirra kveðst hún hafa samið fyrir um það bil tíu árum. „Þá var ég að undirbúa mig fyrir Jólasöngva í Langholtskirkju og Jón organisti bað mig að semja jólalag. Mér fannst það mikil áskorun og þá varð til lag sem heitir Jólanótt og það hef ég oft sungið síðan. Fyrir nokkrum árum bætti ég svo öðru jólalagi í bankann. Auk þess syng ég auðvitað lög eftir ýmsa höfunda, ásamt kórnum og fleirum. Þetta verður mjög hátíðlegt. Í mörg ár hef ég tekið ömmu mína með á þessa tónleika. Það er fastur liður. Þá eigum við smá jól saman. Það er líka svo jólalegt í Reykjavík núna.“ Aðfangadagskvöldi ætlar Eivör að verja heima í Götu í Færeyjum, ásamt eiginmanninum sem er líka færeyskur. „Við maðurinn minn skiptumst á um að vera hjá hans fjölskyldu og minni og nú verðum við hjá mömmu,“ segir hún. Að sjálfsögðu er líka hefð fyrir jólatónleikum í Færeyjum og Eivör kveðst hafa verið þar í byrjun mánaðarins að syngja. En man hún eftir fyrstu tónleikunum sínum? „Já, fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég kom fram á voru með karlakór í Færeyjum. Þá var ég ellefu ára. Fæturnir á mér skulfu svo mikið að ég hélt ég mundi detta. Þá prófaði ég að syngja berfætt og hef haldið þeirri venju síðan. Mér finnst svo ágætt að hafa góða jarðtengingu. Kalt? Nei, aldrei. Ekki á meðan ég er á sviði.“ Spurð í lokin hvort hún sé eitthvað að gefa út um þessar mundir svarar Eivör: „Já, ég hef verið að vinna að nýrri plötu og hún kemur út í lok febrúar. Ég var að ljúka við hana og nú þarf hún bara aðeins að hvíla sig áður en ég sleppi henni út í heiminn. Ég þarf að fylgja henni eftir á næsta ári og fara með hana í ferðalag. Þá kíki ég til Íslands og held tónleika, alveg pottþétt.“ Hefð er fyrir að fyrstu Jólasöngvar í Langholtskirkju hefjist klukkan 23 síðasta föstudagskvöld fyrir jól en þeir verða endurteknir klukkan 20 á laugardags- og sunnudagskvöld. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í ár eru þeir 37. í röðinni. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja þar undir stjórn Jóns Stefánssonar og auk Eivarar Pálsdóttur koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kolbrún Völkudóttir, einsöngvari á táknmáli. Einnig koma fram einsöngvarar úr báðum kórunum. Sungið er við kertaljós í kirkjunni og að vanda er boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í hléi.
Jólafréttir Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira