Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2014 10:45 Framræst land Landið grær með tímanum en skilvirkasta aðferðin er að fylla skurðina aftur í heild sinni. Vísir/jón guðmundsson Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd. Loftslagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd.
Loftslagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira