Skalf á beinunum í fyrra en ekkert stressuð núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2014 08:00 Valdís Þóra mun freista þess annað árið í röð að vinna sér þátttökurétt á Evrópumótaröði kvenna í golfi. vísir/daníel Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“ Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira